Mótsagnakennd og óljós stefna Vinstri grænna.

Það er eitthvað mótsagnarkennt við stefnumál Vinstri-grænna. Þegar maður leiðir hugann að boðskap þeirra undanfarin ár þá dettur manni fyrst og fremst í hug umhverfisvernd og þá þannig að ekki megi með neinu móti spilla hinni yndisfögur íslensku náttúru sem er einstök perla. 

 Gott og vel, þetta er alveg skýrt. En síðan eru það utanríkismálin. Fyrst skal nefna hersetuna og allt í kringum það. Vinstri grænir voru miklir herstöðvarandstæðingar og eru jafnframt afar uppsigaðir við nýlegan varnarsamning.  En þeim er líka uppsigað við Evrópusamstarf því ekki mega þeir heyra minnst á mögulega ESB aðild.
Hvert stefna eiginlega Vinstri grænir í utanríkismálum?  

Annað sem stingur verulega í stúf í þeirra málflutningi og passar einhvern veginn ekki inn í hugmyndafræði þeirra um sjálfstæða efnahagsstefnu er hversu hlynntir þeir eru núverandi landbúnaðarstefnu sem allir vita að vegna tolla og ýmis konar innflutningshafta hafa viðhaldið háu matarverði á Íslandi. 

Með þessa þoku- og mótsagnarkenndu stefnuskrá að leiðarljósi er formaðurinn sjálfur manneskjulegur og ljúfur maður. Hans góða talanda þekkjum við reyndar aðeins í stjórnarandstöðumálflutningi. Einhvern veginn finnst mér eins og hann hljóti að hafa fest rætur þeim megin borðsins en það kemur auðvita allt í ljós nú með vorinu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Í dag er dagur Jarðar ! Til hamingju með það, Ljós og friður til Jarðar og Þín Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 22.4.2007 kl. 11:48

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband