Hvað er sýslumaðurinn á Akureyri að hugsa?

Sýslumaðurinn á Akureyri veitir leyfi fyrir sinubrunaíkveikju en kemur svo í sjónarvarpsviðtal og lýsir sig andvígan sinubruna.
Er ég að misskilja eitthvað í sambandi við þetta?
Var ekki viðtal í hádegisfréttum við sýslumanninn þar sem hann lýsti því hversu skaðlegt það væri að anda þessum reyk að sér en samt gefur hann leyfi fyrir þessu?

Stundum hefur verið vísað til sinubrennslu sem náttúruhamfara en sinubrennsla er mikið oftar hamfarir af mannavöldum vegna þess að einhver kveikir í. Flokka má sinubrennslu því frekar sem glæp gegn náttúrunni. Í þessu tilviki fyrir norðan veitti sýslumaðurinn leyfi fyrir íkveikjunni.  Í mörgum tilvikum er kveikt í sinu í leyfisleysi. Sá sem það gerir hefur ekki þurft að sæta neinni ábyrgð. Er það ekki alveg ljóst nú orðið að sinubrennsla er skaðleg að öllu leyti?

Sumir bændur þráast enn við og fullyrða að sinubrennsla sé til góðs. Það virðist veita þeim svo mikla gleði að sjá grænt strá vaxa upp af sviðinni jörðinni.  En við brunann tapast mikilvæg næringarefni úr sverðinum og  mikið af lífrænu efni tapast einnig. Það er augljóst að fæða fyrir milljónir smárra lífvera fer forgörðum þegar sinueldar brenna, orka tapast úr vistkerfinu og er ekki lengur tiltæk lífríkinu. Með sinubruna má því gera ráð fyrir að gróðurfarið breytist, því að trjágróður þrýfst ekki þar sem brennt er. Mengun af reyknum er auk þess stórhættuleg öndunarfærunum

Sinubruni er skemmdarverk. Það ætti að varða við lög að kveikja í sinu enda atferlið stórhættulegt öllu umhverfinu. Eftir hverju erum við að bíða? Þarf stórslys að eiga sér stað í tengslum við sinubruna áður en næst að banna þetta alfarið?

Vonandi verður það eitt fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar í haust að mæla fyrir frumvarpi til laga um að leyfisveitingar fyrir sinubruna verði með öllu óheimilar.
 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú alveg rétt að það er óþarfi að valda nágrönnum sínum og sveitungum óþægindum með því að senda yfir þá reykjarbrælu af sinu. En bann við sinubrunum er ég ekki viss um því það er ekki hægt að neita því bruninn er einföld leið til að stórbæta beitiland á stuttum tíma. En auðvitað verður að standa rétt að málum sérstaklega varðandi öryggi og tillitsemi við náungan. Tap á næringarefnum og lífrænu efni er tel ég með nokkurri vissu óverulegt, samanber frumniðurstöður mýrareldanna. Annað mál náttúrulega við síendurtekin bruna sem hefur jafnramt enga þýðingu.. Algilt bann er engin lausn kannki frekar ástæða fyrir sýslumenn að huga frekar að hvernig þeir veita leyfin.

Sigurður Þór Guðmundsson (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 17:56

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Það ætti að banna sinubruna það er sórhættulegt.

Kristín Katla Árnadóttir, 1.5.2007 kl. 21:26

3 identicon

Heil og sæl, Kolbrún og skrifararnir !

Vonandi, að þeim góða dreng; Þrym Sveinssyni hafi tekist að hughreysta ykkur. Hvaða andskotans kjökur er þetta ? Sina hefir verið brennd, að vori, frá aldaöðli. Pempíuleg gerilsneyðing nútímamannsins, er orðin  það allra háskalegasta, í samfélaginu í dag. Sýslumaður Eyfirðinga fer vonandi ekki, að setja bændum skorður, við þessum sjálfsagða þætti vorverka, á bújörðum. Illgresis sina stjórnarflokkanna, þyrfti einnig að fá að brenna; 12. V. n.k.. Þá væri vel, Kolbrún mín. Tími hinna sjálfumglöðu kapítalista vonandi á enda runninn.

Með beztu þjóðernissinna kveðjum / Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 00:22

4 Smámynd: Eurovision

Ég er sammála þér, ég bý á Akureyri og fékk þetta yfir mig, þekki einnig fólk sem bjó nálægt brunanum, húsið þeyrra fylltist af reyk. Það þarf að gera eitthvað í þessum málum !

Eurovision, 2.5.2007 kl. 10:47

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband