Fyrirsætustörf Lalla Johns

Hver vaktar heimilið þitt? er yfirskrift forvarnarverkefnis Öryggismiðstöðvarinnar. Andlit Lalla Johns, manns sem margsinnis hefur afplánað dóma m.a. fyrir innbrot er notað í auglýsingu til að vekja athygli á að innbrotsþjófar eru á kreiki.

Ég vil taka undir með þeim sem finnst þetta ósmekklegt því sjálfri finnst mér þetta óviðeigandi og óheppilegt. Ekki er erfitt að ímynda sér hver viðbrögðin væru ef t.d. dæmdur nauðgari birtist á auglýsingaplakati sem hefði þann tilgang að hvetja konur til að fara varlega að næturlagi eða forðast ákveðin skuggasund. Svona mætti leika sér með þessa hugmynd og niðurstaðan er alltaf sú sama, þetta er óviðeigandi og óheppilegt.

Fyrir auglýsingastofuna sem að þessu stóð hefur þessi auglýsing skotið í mark og ekki einvörðungu vegna Lalla Johns sem á henni er heldur allri aukaumfjöllun sem hún hefur fengið.

Siðareglur eru mikilvægar öllum stéttum og þar er auglýsingatéttin engin undantekning. Nú er mér ekki kunnugt hvort þessi stétt eigi vel útfærðar sigðareglur. En séu þær til þá vil ég hveta auglýsingafólk til að skoða þær reglulega og fylgja þeim.

Hvað sem þessu öllu líður þá hef ég ákveðið umburðarlyndi gagnvart ungu fólki í þessari grein. Þetta er oft metnaðarfullt og kappsamt hugsjónafólk. Þeir sem áttu hugmyndina að þessu töldu sig án efa vera með brilliant hugmynd. Þeirra markmið var örugglega göfugt og með það eitt að leiðarljósi að vara fólk við innbrotsþjófum.
En það eru takmörk fyrir öllu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Eg er ekkert hneikslaður Lalli er góður Drengur sem hefur vilst af leið,vill engvun nema gott,hefur verið mikið i Fjölmiðlun undanfarin ár,og hafi hann áhuga um að skifta um liferni ,er þetta ekki slæm leið til þessa ,hann er ekki maður verri fyrir þetta að hafa uppur þessu fé til að starta nyju lifi ef gefst/ Fjöldi manna hafa komið fram sem hafa verið afbrotamenn og verið að vara aðra við sliku lifi!!!!!Kveðja /Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 17.5.2007 kl. 12:47

2 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Það að nota sér veikleika annarra til að selja vöru er rangt. Það að nota sér veikan mann í afplánun er enn verra. Ég get séð að það hefur forvarnargildi að nýta óvirka fíkla og aðra við say no auglýsingar, en þar er ekki verið að selja vöru heldur hugarfar. Þar skilur á milli.

Ég til að þetta sé merki um lágt siðferði. Reyndar fannst mér maðurinn frá Öryggismiðstöðinni vissi hversu slæman málstað hann hafði að verja í Kastljósi.

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 17.5.2007 kl. 13:04

3 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Sæl Kolbrún. Er ekki allt í lagi að birta mynd af Lalla Johns varðandi innbrot? Þá ætti að vera í góðu lagi að birta mynd af Steingrími Njálssyni til þess að við pössuðum börnin okkar betur.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 17.5.2007 kl. 13:15

4 Smámynd: Júlíus Valsson

Ég sé ekkert athugavert við það að hann Lalli æskuvinur minn vinni sér inn pening með fyrirsætustörfum.  Mér finnst virðingarvert að  krimmum sé boðin heiðarleg vinna og hefur það vissulega endurhæfingargildi. Hvort ímynd hans selur vörur, þjónustu eða hugarfar finnst mér ekki skipta höfuðmáli. Aðalatriðið er, að hann fær að vera með. 

Júlíus Valsson, 17.5.2007 kl. 13:28

5 identicon

Ef þetta er eitthvað sem Lalli vil þá kemur okkur það barasta ekkert við og gott mál að kallinn fái aur á heiðarlegan máta.

DoctorE (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 16:36

6 identicon

Ég er alveg sammála þér, þetta er mjög ósmekklegt og gerir marga afhuga því að versla við öryggismiðstöðina. Það var örugglega ekki meiningin.

Heiða Björg (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 21:23

7 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ég tek undir með þér Kolbrún.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 17.5.2007 kl. 22:24

8 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Mér finnst í raun hann varla vera hæfur í að ákveða þetta sjálfur, hann er svolítið lasinn greyið

Svo líka annað, þá finnst mér vera búið að stimpla hann alltaf enn meira og meira sem þjóf í gegnum tíðina og ég held bara að það hafi í raun gert honum svolítið erfitt fyrir að snúa við blaðinu. Ég meina hann er þekktur fyrir að vera ómerkilegur þjófur, siðblindur aumingji ....þessi ágæti maður. Það er hægt að gera slæma mynd af öllum sem þeir fara svo að lifa alveg eftir.

Þá er ég ekki að meina að bíómynd og auglýsing hafi komið honum í þessa stöðu, en það hjálpar honum held ég alls ekki neitt

Inga Lára Helgadóttir, 17.5.2007 kl. 22:37

9 Smámynd: Andrés.si

Eg vona að hann fékk borgað fyrir það. Annars er það bara gott ef hans mynd er í auglysinguni. 

Andrés.si, 18.5.2007 kl. 01:20

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband