Þráin að eignast barn

Lítið barnÞátturinn LÍFSBÓKIN verður sendur út í dag, fimmtudag 5. nóvember kl. 17 á Útvarpi Sögu. Fjallað er um ættleiðingar á Íslandi.
Viðtöl eru við Sigríði Grétu Þorsteinsdóttur og Kristbjörgu Ólafsdóttur.
Meginþema:
Öll þráum við að tilheyra fjölskyldu með einum eða öðrum hætti og oft án umhugsunar væntum við þess að eignast okkar eigin barn.
Það tekur mikið á, tíma, þrek og oft mikla angist ef í ljós koma vandamál tengd því að eignast barn þegar þráin að verða foreldri er yfirþyrmandi mikil. Ættleiðing er valkostur sem fjölmargir í þessum sporum kjósa að skoða og velja.
Ættleiðing er þó ekki einungis möguleiki í þeim tilfellum hjóna sem geta ekki eignast barn. Þetta er meðal annars valmöguleiki samkynhneigðra hjóna. Og um nokkurt skeið hafa einhleypir einnig átt þess kost að ættleiða börn ekki einungis íslensk börn heldur einnig börn erlendis frá.
Í þættinum verður fjalla um hvernig þessum málum er háttað hér á Íslandi og rætt við foreldra sem hafa ættleitt börn erlendis frá.
Þátturinn var gerður í september 2014.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband