LÍFSBÓKIN, ţáttur um félags- og sálfrćđileg málefni

Lífsbókin 1Ţćttirnir LÍFSBÓKIN (4 alls) voru keyptir af útvarpsstöđinni Útvarpi Sögu og hafa nú allir veriđ sendir út.

Hćgt er ađ hlusta á ţá undir linknum Eldri ţćttir á heimasíđu Útvarp Saga

16. nóvember Flýtingar í grunnskólum
Meginţema:

Í ţćttinum er fjallađ um ţegar barni er flýtt um bekk og stundi námi međ ári eldri krökkum. Einnig ef barni er flýtt međ ţeim hćtti ađ ţađ fer einu ári fyrr í grunnskóla. Ađ flýta barni í námi er ákvörđun sem vanda ţarf vel til. Eftir ađ barni hefur veriđ flýtt upp um bekk er ekki aftur snúiđ í raun. Ţegar barni er flýtt međ ţeim hćtti ađ ţađ byrjar ári fyrr í skóla kemur ţađ oft í kjölfar ţess ađ tekiđ hefur veriđ eftir ţví ađ ţađ er óvenju bráđţroska miđa viđ jafnaldra.

Í ţćttinum verđur rćtt viđ Ingu Westman en hún er móđir drengs sem ákveđiđ var ađ yrđi fćrđur upp um bekk og einnig er rćtt viđ unga menn,ţá Jón Steinarsson og Hjörvar Óla Sigurđsson en báđir stunduđu nám međ ári eldri krökkum.

5. nóvember Ćttleiđingar á Íslandi
Meginţema:

Öll ţráum viđ ađ tilheyra fjölskyldu međ einum eđa öđrum hćtti og oft án umhugsunar vćntum viđ ţess ađ eignast okkar eigin barn.

Ţađ getur tekiđ mikiđ á, tíma, ţrek og oft mikla angist ef í ljós koma vandamál tengd ţví ađ eignast barn ţegar ţráin ađ verđa foreldri er yfirţyrmand. Ćttleiđing er valkostur sem fjölmargir í ţessum sporum kjósa ađ skođa og velja. Ćttleiđing er ţó ekki einungis möguleiki í ţeim tilfellum hjóna sem geta ekki eignast barn. Ţetta er međal annars valmöguleiki samkynhneigđra hjóna. Um nokkurt skeiđ hafa einhleypir einnig átt ţess kost ađ ćttleiđa börn ekki einungis íslensk börn heldur einnig börn erlendis frá.

Í ţćttinum verđur fjalla um hvernig ţessum málum er háttađ hér á Íslandi og rćtt viđ Sigríđi Grétu Ţorsteinsdóttur og Kristbjörgu Ólafsdóttur sem ásamt mökum sínum hafa ćttleitt börn erlendis frá.

14. október Einelti á vinnustađ
Meginţema:

Afleiđingar eineltis geta veriđ alvarlegar og lita oft ćvi ţess sem fyrir ţví verđur. Einelti sem varir í einhvern tíma skađar sjálfsmyndina. Hvađa ţolandi eineltis kannast ekki viđ tilfinninguna um ađ finnast hann vera ómögulegur, finnast hann ekki geta treyst neinum lengur, jafnvel ekki sjálfum sér ţegar kemur ađ ţví ađ meta og lesa í ađstćđur og samskipti? Birtingarmyndir eineltis á vinnustađ geta veriđ mismunandi.

Í ţćttinum er fjallađ m.a. um helstu birtingamyndir, helstu einkenni og ađstćđur ţolenda og gerenda og síđast en ekki síst hvađa ferla vinnustađur ţarf ađ hafa til ađ taka á málum af ţessu tagi međ faglegum og manneskjulegum hćtti. Rćtt er viđ Jón Ţór Ađalsteinsson sem upplifđi ađ hafa veriđ lagđur í einelti á fyrri vinnustađ sínum. Segir hann frá ţví hvernig verkstjórinn beitti hann og ađra starfsmenn andlegu og líkamlegu ofbeldi.

5. október ADHD og stúlkur
Meginţema:

Ţátturinn fjallar um stúlkur og ADHD. ADHD er skammstöfun fyrir Attention Deficite and hyberactivity disorder.

Barn sem glímir viđ ADHD og fćr ekki ađstođ viđ hćfi i formi hvatningar og ađlögunar og stundum lyfjameđferđar er í hćttu međ ađ missa trú á sjálft sig og upplifa óöryggi í félagslegum ađstćđum.  Í ţćttinum er fjallađ um ADHD međ sérstaka áherslu á stúlkur. Einkenni hjá stúlkum geta birst međ ólíkum hćtti en hjá drengjum. Leitađ mun fanga m.a. í gögn  adhd samtakanna sem finna á vefnum adhd.is. og rćtt er viđ Sćunni Kristjánsdóttur, móđur stúlku sem glímir viđ ADHD.

Umsjónarmađur ţáttanna og dagskrágerđ annađist Kolbrún Baldursdóttir

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband