Aukið fé til fræðslu og forvarna í skólum og sjálfsstyrkingu fyrir börnin

kynfer. ofb, málþingFemínistafélag Háskóla Íslands boðaði til málþings um kynferðisofbeldi þar sem fulltrúum stjórnmálaflokkanna var boðið að koma og svara hvað okkar flokkur ætlaði að gera í málefnum kynferðisofbeldis á Íslandi hljóti hann brautargengi í komandi kosningum.
Flokkur fólksins:
- Vill veita auknu fé í viðvarandi fræðslu og forvarna í skólum og sjálfstyrkingu fyrir börnin
-Ljúka hið fyrsta heildstæðri aðgerðaráætlun ríkisins í kynferðisofbeldismálum en hún hefur legið á borði stjórnvalda um langa hríð
- Vill að grunnheilbrigðisþjónusta verði gjaldfrjáls
- Vill að aðgengi að sálfræðiþjónustu verði jafnt um allt land án tillits til efnahagslegrar afkomu

Flokkur fólksins:
- Hefur Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í öllum málefnum er varða börn
-Leggur áherslu á að börn fái alltaf hlustun og njóti ávallt vafans segi þau frá ofbeldi
- Leggur áherslu á samvinnu skóla, grasrótarsamtaka og heimila í þessum málum sem öðrum er varðar börn
- Leggur áherslu á fræðslu um viðbrögð fullorðinna ef barn segir frá ofbeldi
- Leggur áherslu á fræðslu til stofnana og fagstétta um tilkynningarskylduna

Margt annað var rætt sem Flokkur fólksins tók undir þar á meðal að staða brotaþola í ofbeldismálum er óviðunandi. Brotaþolar verða að fá aukna aðkomu að eigin málum!

kynfer. ofb, málþing

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband