Þakklát fyrir SÁÁ. Skömm að því að borgin skuli ekki styrkja starfið meira en raun ber vitni

Það var okkur Karli Berndsen sem skipar 2. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavík mikill heiður að vera boðin á fund heiðursmanna SÁÁ í hádeginu.
Ég gat sagt þeim frá reynslu minni sem barn og stjúpbarn alkóhólista sem og starfsreynslu minni á Fangelsismálastofnun, í skóla- og í barnaverndarkerfinu.
Við kynntum stefnumál Flokks fólksins og Karl toppaði þetta svo með að ræða um sitt fólk og hvar borgaryfirvöld hefðu brugðist t.d. í aðgengismálum. Á myndinni með okkur er Valgerður læknir hjá SÁÁ.
Það er skömm að því að borgin skuli ekki styðja betur við bakið á SÁÁ sem bjargað hefur lífi þúsunda. Held þeir fá skítnar 19 milljónir á ári ef ég heyrði rétt..

saasaa2

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband