Borgarskömm hvernig fariđ er međ aldrađa

Ţađ eru tugir eldri borgara sem bíđa eftir ađ komast á hjúkrunar- og dvalarheimili. Um 100 eldri borgarar bíđa á Landspítala háskólasjúkrahúsi og er biđin ţar stundum upp undir ár. Fólk í heimahúsum bíđur enn lengur. Í hverjum mánuđi eru endurnýjuđ nokkur fćrni- og heilsumöt ţví ţau gilda ađeins í ár. 

Ţetta er dapurt svo ekki sé meira sagt, ađ borgarstjórnarmeirihlutinn hafi ekki leyst ţennan vanda á ţeim árum sem hann hafđi tćkifćri til. Ţetta eru afleiđingar lóđakortsstefnu sem ríkt hefur hjá núverandi borgarstjórn.

Ţađ gengur svo langt í hrókeringum međ líf aldrađra sem ţarfnast heimilis hér í Reykjavík ađ ţeir eru fluttir hreppaflutningum í ađra landshluta vegna ţess ađ ţađ er ekkert pláss fyrir ţá hér í Reykjavík ţar sem ţeir eiga ţó heima. Aldrađir eru jafnvel fluttir burt gegn vilja sínum, í burtu frá fjölskyldu sinni og öllu félagslegu öryggi sem ţeir hafa byggt upp í Reykjavík, borginni ţeirra. Hjón eru ađskilin, slitin frá hvort öđru og geta ekki notiđ ćvikvöldsins saman. Hvernig er komiđ fyrir okkur ţegar stjórnvöld fara svona međ foreldra okkar, afa, ömmur og langafa- og ömmur?

Flokkur fólksins vill taka á ţessum málum af festu og öryggi. Burt međ lóđaskortsstefnu núverandi borgarmeirihlutans. Viđ viljum ganga til samvinnu viđ lífeyrissjóđina, ţar sem peningar fólksins liggja og byggja hjúkrunar- og dvalarheimili. Máliđ ţolir enga biđ.

Flokkur fólksins vill einnig ađ ráđinn verđi hagsmunafulltrúi aldrađra sem kortleggur málefni eldri borgara og heldur utan um ađhlynningu og ađbúnađ ţeirra. Hann á ađ sjá til ţess ađ húsnćđi, heimahjúkrun, dćgradvöl og heimaţjónusta sé fullnćgjandi og koma í veg fyrir félagslega einangrun aldrađra međ öllum ráđum.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband