Skóli án aðgreiningar er ekki að virka fyrir alla

Skóli án aðgreiningar er það skólakerfi sem boðið hefur verið upp á síðustu áratugi. Fyrirkomulagið hefur ekki gengið upp. Til þess að svo hefði mátt vera hefði þurft mun meira fjármagn inn í skólana en veitt hefur verið síðustu árin. Nauðsynlegt hefði verið að hafa fleiri þroskaþjálfa, talmeinafræðinga, sálfræðinga og annað aðstoðarfólk til að styðja við kennara og þá nemendur sem þarfnast sérúrræða og kennslu aðlagaða að sínum þörfum.

Flokkur fólksins vill mæta námsþörfum allra barna án tillits til færni þeirra og getu. Við viljum að fjölbreyttum skólaúrræðum verði fjölgað til að hægt sé að sinna nemendum sem þarfnast sérúrræða þegar almennur hverfisskóli hentar ekki.

Að sinna börnum er grunnstefið í stefnu Flokks fólksins. Sem oddviti og sálfræðingur á heilsugæslu og í skóla til fjölda ára er það mat mitt að þegar kemur að skólaúrræðum og þjónustu við skólabörn hafi borgarmeirihlutinn stigið allt of fast á bremsurnar.

Flokkur fólksins getur ekki liðið að sparað sé þegar börn eru annars vegar. Við vitum öll að innstreymi í borgarsjóð er á annað hundrað milljarðar. Við höfum því vel efni á að sinna börnunum okkar með fullnægjandi hætti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband