Það er ekki ofsögum sagt að það er neyðarástand í húsnæðismálum í Reykjavík

Um 150 eldri borgarar bíða nú eftir dvalar- og hjúkrunarrými. Nokkrir hafa beðið í 2 ár. Biðlisti eftir heimaþjónustu frá heimili til hjúkrunarheimilis er líka langur. Það er einnig bið í dagvistun. Segja má að hvert sem litið er í kerfi borgarinnar hvað varðar húsnæði og dvalarrými eru langir biðlistar.


Um 500 manns eru á biðlista hjá Brynju hússjóði og langur biðlisti er hjá Félagsbústöðum. Hér er aðeins verið að tala um eldri borgara og öryrkja. Tvöfaldur þessi hópur og gott betur af barnafjölskyldum og einstaklingum bíður eftir félagslegu húsnæði.

Flokkur fólksins vill að lífeyrissjóðum verði veitt heimild með lögum til að stofna óhagnaðardrifin leigufélög sem leigja íbúðir á verði sem samræmist greiðslugetu fólks. Fleiri  eru færir til að fjármagna húsnæðisuppbyggingu sem þarf að eiga sér stað hratt og markvisst. Í þessu sambandi má nefna verkalýðsfélögin og Íbúðalánasjóð. 

Húsnæðismarkaðurinn verður að fara að komast í eðlilegt horf. Hlutverk borgarinnar er að veita lóðir, sjá til þess að skipulagið sé í lagi og greiða götur verktaka.  Í þessu ferli mega engar tafir verða því verkefnið er risastórt og vinnst ekki á einu bretti.

Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband