Einu barni sem líđur illa í skólanum er einu barni of mikiđ!

Allt of oft berast fréttir af slćmri líđan og gengi barna í grunnskólum landsins og ađ árangur íslenskra nemenda sé áberandi verri en nemenda á hinum Norđurlöndunum. Sumum nemendum líđur svo illa í grunnskólanum ađ ţeir geta ekki beđiđ eftir ađ útskrifast. Ţau kvarta yfir of miklum hávađa í bekknum og eiga erfitt međ ađ einbeita sér. Mörg segjast ekki skilja námsefni eđa ná ekki fyrirmćlum. Sumum er strítt, ţau lögđ í einelti og margir krakkar segjast ekki eiga neina vini. Í ţessu samhengi má spyrja, er skólinn í núverandi mynd ađ virka?

Í lögum um grunnskóla og í ađalnámsskrá er skýrt tekiđ fram ađ nemendur eigi rétt á ađ fá námsţarfir sínar uppfylltar í almennum skóla án ađgreiningar og án tillits til líkamlegrar eđa andlegrar getu (lög um grunnskóla nr. 91/2008).

Flokkur fólksins telur ađ ekki allir nemendur séu ađ fá námsţarfir sínar uppfylltar án tillits til fćrni og getu. Í ţví sambandi má nefna börn sem hneigjast til verklegs náms. Val í verknámi er takmarkađ og ţví lítiđ svigrúm til ađ rćkta fjölbreyttari fćrni á ţví sviđi. Ţau börn sem finna sig ekki í núverandi fyrirkomulagi eiga á hćttu ađ brotna niđur ţví ţau upplifa sig ýmist vera ómöguleg eđa týnd. 

Vanlíđan barna er ekki kennurum ađ kenna heldur mikiđ frekar sá ţröngi stakkur sem ţeim er gert ađ vinna samkvćmt. Flokkur fólksins vill ađ hlustađ sé betur á foreldra og fólkiđ á gólfinu. Leggja ţarf allt kapp á ađ ađ skólar fái frelsi til ađ ţróa fjölbreytni í námsvali, ólíkar leiđir í gegnum námiđ og fjölbreyttar námsađstćđur. Börn eiga ađ geta fariđ á sínum hrađa í gegnum námiđ og hafa meira val ţegar kemur ađ verklegum og skapandi ţáttum.

Ţađ sem er öllum börnum sameiginlegt er ađ ţau ţarfnast umhyggju, hlýju og hvatningar. Ţau ţarfnast samveru, öryggis og vináttu. Sérhver einstaklingur ţarf ađ fá ađ vera hann sjálfur í hópi jafningja.

Endurskođa ţarf núverandi kerfi skóla án ađgreiningar. Ekki dugar ađ vera sammála um stóru drćttina ţegar ljóst er ađ okkur er ađ mistakast. Flokkur fólksins hefur hagsmuni barnsins ávallt í fyrirrúmi. 
Kjörorđ okkar er Fólkiđ fyrst!

Höfundur skipar 1. sćti Flokks fólksins í Reykjavík


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband