Viđ tökum ekki ţátt í ţessum blekkingarleik

Foreldrar ţekkja börnin sín best. Ţau vita hvers ţau ţarfnast. Breyta ţarf inntökuskilyrđum í sérskóla strax svo allir ţeir sem ţess ţurfa og óska hafi ađgang ađ ţeim. 

Flokkur fólksins vill fjölga sérúrrćđum skóla ţannig ađ sérhvert barn fái úrrćđi viđ hćfi. Öll börn sem greinast međ ţroskahömlun eiga ađ hafa ađgang ađ sérúrrćđum og sérskólum ekki bara sum. 

Skóli án ađgreiningar virkar ekki fyrir öll börn. Ţađ hefđi ţurft miklu meira fjármagn inn í skólana til ađ styđja viđ kennara. Ţađ hefđi ţurft ađ ráđa í alla skóla ţroskaţjálfa, talmeinafrćđinga, sálfrćđinga og annađ ađstođarfólk til ađ styđja viđ nemendur og kennara sem ţurfa mikiđ ađlagađ námsframbođ og kennslu. Sem dćmi ţjóna 5 sálfrćđingar 17 leik- og grunnskólum í Breiđholti. Útilokađ er fyrir ţessa sálfrćđinga ađ mćta ţörfum barna 17 skóla sem ţurfa á sálfrćđiţjónustu eđa sálfrćđiathugunum ađ halda.

Flokkur fólksins veit ađ ekki er hćgt ađ setja alla undir sama hattinn. Hugsunin um Skóla án ađgreiningar er falleg en ţjónar ekki hagsmunum allra barna. Í mörgum tilfellum hefur einfaldlega ekki tekist ađ ađlaga nemendur međ ţroskahömlun ađ jafnöldrunum eđa jafnaldrana ađ ţeim. Einnig hefur ekki alltaf tekist ađ breyta skólahúsnćđi ţannig ađ fullnćgjandi sé fyrir ţroskahamlađa.


Ef ţroskinn er langt frá jafnöldrunum breikkar alltaf biliđ ţannig ađ stundum gengur ţetta upp á yngsta stiginu (1.-4.bekk) en fer svo ađ verđa erfiđara ţegar nemendur verđa eldri og ţeir ţá í mikilli hćttu međ ađ einangrast.

Klettaskóli er sérskóli og ţeim börnum sem ţar stunda nám líđur vel. Ţeir eru námslega sterkir međal jafninga og blómstra. Í dag eru inntökuskilyrđin mjög ströng. Nemendur ţurfa ađ hafa mikla fötlun til ađ fá inngöngu ţangađ. 

Viđ í Flokki fólksins líđum ekki ađ nokkru barni líđi illa í skólanum vegna ţess ađ ţađ upplifir sig síđra, finnur ađ ţađ rćđur ekki viđ verkefnin og á erfitt međ ađ mynda félagsleg tengsl.

Barn sem fćr ekki ađ stunda nám á sínum forsendum brotnar saman. Viđ gerum ţá kröfu ađ ávallt skuli hugsa fyrst og fremst um félagslegan ţátt nemenda ţegar velja á ţeim skólaúrrćđi.

Flokkur fólksins vill ekki taka ţátt í ţeim blekkingarleik ađ sannfćra fólk um ađ Skóli án ađgreiningar sé skóli fyrir öll börn. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband