FÓLKIĐ FYRST!

Ţessi ţáttur međ Ingu Sćland á Útvarpi Sögu var magnađur! Hver stofnar stjórnmálaflokk eins og enginn sé morgundagurinn og er komin međ fjóra ţingmenn á einni örskot stundu inn á ţing nema Inga Sćland?
 
FÓLKIĐ FYRST er okkar kjörorđ. Viđ ćtlum ekki ađ linna látum fyrr en ALLIR í borginni hafa eignast öruggt skjól: heimili, fćđi og klćđi. Viđ erum ađ tala um 1000 barnafjölskyldur sem eru á biđlista eftir félagslegu húsnćđi, 150 eldri borgara og 500 öryrkja sem nú eiga í engin hús ađ venda sem ţau geta kallađ heimili sitt.
 
Barnafjölskyldur sem hér um rćđir búa ýmist hjá vinum eđa ćttingjum eđa í ósamţykktu iđnađarhúsnćđi eđa hafa hrökklast úr borginni. Hundrađ eldri borgarar eru geymdir á Landspítala. Dćmi eru um ađ eldri borgarar hafa veriđ fluttir út á land gegn vilja sínum ţar sem ţei ţekkja engan, ađskildir frá fjölskyldu og mökum sínum. Ađrir tugir bíđa í heimahúsi og er biđin allt ađ tvö ár fyrir suma.

Allt ţetta fólk er á BIĐ, ţađ bíđur og bíđur og biđlistar hafa ekki haggast í fjögur ár. Ef eitthvađ er, ţá fjölgar á biđlistum og sama má segja um dagvistun aldrađra og heimaţjónustu. Ţetta er vegna ţessa ađ borgin hefur viđhaft lóđarskortsstefnu í mörg ár og lagt áherslu á ađ byggja hótel og íbúđir fyrir ofurlaunafólk.
 
Viđ viljum kynna fyrir ykkur hagsmunafulltrúa fyrir aldrađa sem ćtlađ er ađ kortleggja stöđu eldri borgara í borginni og halda utan um ađhlynningu og ađbúnađ ţeirra.
 
Viđ viljum rćđa um heimagreiđslur fyrir foreldra til ađ vera međ barni sínu heima til allt ađ tveggja ára til ađ brúa biliđ frá fćđingarorlofi til leikskóla. Ţetta er einungis val.
 
Skólamálin eru annađ stórt verkefni. Vaxandi kvíđi og andleg vanlíđan hjá börnunum okkar hlýtur ađ vekja hjá okkur ugg og kallar á grundvallarskođun og breytingar á núverandi skólafyrirkomulagi sem er Skóli án ađgreiningar. Skóli án ađgreiningar er ekki ađ virka fyrir öll börn. 
 
 
 
 

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband