Í brjósti mér er kraftur tígrisdýrsins

Kæru Reykvíkingar.

Nú þegar komið er að ykkur að velja þann flokk sem þið treystið til að gera breytingar langar mig að segja fyrir hvað ég stend sem manneskja og sem oddviti Flokks fólksins.

Alveg frá því ég man eftir mér hef ég brunnið af sterkri réttlætiskennd. Hvers kyns óréttlæti, mismunun, óheiðarleiki og valdníðsla sem ég hef orðið vitni af á lífsleiðinni hefur vakið í brjósti mér kraft tígrisdýrsins. Með þessari samlíkingu er ég að reyna að lýsa því ógnarbáli sem blossar upp finni ég mig í aðstæðum í starfi jafnt sem einkalífi þar sem fólki líður illa og þar sem beitt er ofbeldi eða óréttlæti. Við þessar aðstæður blanda ég mér iðulega í málið og læt með öllum mögulegum hætti til skarar skríða jafnt í orði sem og í verki til að stöðva, breyta, bæta eða sporna við óréttlæti og ofbeldi. Ég er þessi manneskja sem sumum finnst allt of hreinskilin og opinská. Alveg frá því ég hafði eitthvað vit í kollinum hef ég alltaf verið áræðin, frökk, kjörkuð og verkglöð. Hugmyndir nægja mér ekki, þær þarf að framkvæma. Ég hika ekki við að taka áhættu ef það er í þágu fólks.

Kjósið mig, ég stend með ykkur og breytingar verða.
xF

_MG_2358


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband