Tímamótafundur með fulltrúum heimilislausra

Fulltrúar Kærleikssamtakanna, sem í vetur hafa beitt sér fyrir réttindum heimilislausra, hittu fulltrúa stjórnarandstöðunnar á fundi í Ráðhúsi Reykjavíkur síðastliðin föstudag.

Staða heimilislausra í Reykjavík er mjög slæm en einstaklingum í þeim hópi hefur fjölgað töluvert á síðustu 8 árum, í kjölfar húsnæðiskreppunnar og undir stjórn Dags B. Eggertsonar
sem borgarstjóra.

Formaður Kærleikssamtakanna Sigurlaug G. Ingólfsdóttir og Garðar S. Ottesen meðstjórnandi hittu Eyþór Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, Sönnu Mörtudóttur, oddvita Sósíalistaflokks Íslands og
Daníel Örn Arnarsson varaborgarfulltrúa Sósíalista, Kolbrúnu Baldursdóttur, oddvita Flokks fólksins í Reykjavík, Baldur Borgþórsson og Svein Hjört Guðfinnsson, varaborgarfulltrúa frá Miðflokki.

Á fundinum var m.a. rætt um hvernig kortleggja þurfi núverandi húsnæði borgarinnar og skipuleggja starfsemina betur til að mæta þörfum og ná að
sinnna hinum mismunandi hópum heimilislausra. Síðan að bæta við húsnæði eftir þörfum. Mikil samstaða var hjá öllum á fundinum til að koma meðlausnir við þessum ört vaxandi vanda og verða á næstunni lagðar fram tillögur fyrir velferðarráð og borgarstjórn.

„Nú munu verkin tala sínu máli í stað endalausra loforða," segir
Sigurlaug G. Ingólfsdóttir, formaður samtakanna eftir fundinn.

Oddvitar flokkanna sögðu:
„Málefni heimilislausra þola enga bið, við verðum að hefjast handa strax við að leysa þessi brýnu vandamál sem heimilislausir glíma við,"
segir Sanna Mörtudóttir.
„Vandinn hefur vaxið gríðarlega en fjöldi heimilislausra hefur margfaldast á fáum árum. Þetta er ólíðandi," segir Eyþór Arnalds.
„Það er ljóst af fyrstu verkum nýs meirihluta borgarstjórnar, að ekki er áhugi á að leysa úr vanda heimilislausra. Það kemur því í hlut okkar
í stjóranandstöðu að berjast fyrir lausnum í þeim málaflokki. Undan því hlutverki verður ekki vikið, heldur blásið til sóknar, núverandi ástand
er með öllu óviðunandi," segir Baldur Borgþórsson.
„Við áttum tímamótafund með fulltrúum Kærleikssamtakanna með þeim Sigurlaugu og Garðari og munum koma málefnum heimilislausra á dagskrá,"
segir Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband