Toppurinn er svo bókin á náttborðinu

Ég er bara sátt við dagsverkið á þessum degi, 100 ára fullveldisafmælis okkar Íslendinga. Deginum var varið í að undirbúa fund borgarráðs á morgun. Þar er Flokkur Fólksins málshefjandi á umræðu um viðvarandi og vaxandi vanda heimilislausra. Afgreiða á tillögu Flokks fólksins um rekstrarúttekt óháðs aðila á Félagsbústöðum. Einnig á að ræða úrskurð kærunefndar jafnréttismála vegna ráðningu í embætti borgarlögmanns; dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í fjármálastjóra gegn Reykjavíkurborg vegna gildi áminningar og síðast en ekki síst er Álit umboðsmanns Alþingis um húsnæðisvanda utangarðfólks á dagskrá. Flokkur fólksins er með bókun í öllum þessum málum og fleirum til en dagskrárliðir eru 30. Á náttborðinu bíður mín svo Tengdadóttirin eftir Guðrúnu frá Lundi sem minnir vel á lífsbaráttu forfeðranna. Til hamingju með daginn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband