Húrra! Gegnsæi og rekjanleiki eykst í borginni

tillaga Flokks fólksinsMig langar að segja frá því að tillaga Flokks fólksins er varðar að skrifstofa borgarstjórnar haldi yfirlit yfir mál borgarfulltrúa og birtir á vef borgarinnar er nú komin í fjárhagsáætlun borgarinnar sem lögð var fram í gær á fundi borgarstjórnar. Þetta má sjá í kaflanum Ný upplýsingarkerfi sem er fylgiskjal í fjárhagsáætluninni. 

Þessi tillagan var lögð fyrir af Flokki fólksins á fundi borgarráðs 16. ágúst sl. og hljóðaði svona:

Lagt er til að skrifstofa borgarstjórnar haldi yfirlit yfir mál eftir því hverjir eru málshefjendur þeirra til að auka gagnsæi og rakningu mála. Um er að ræða yfirlit yfir tillögur, fyrirspurnir og önnur mál sem borgarfulltrúar leggja fram í borgarráði, borgarstjórn eða á nefndarfundum. Í yfirlitinu skal tiltekið á hvaða stigi málið er eða hvernig afgreiðslu það hefur fengið. Yfirlitið skal birt á ytri vef borgarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband