Hávađamengun Reykjavíkurborgar

Á fundi borgaráđs í morgun var lögđ fram tillaga af Flokki fólksins ţess efnis ađ borgin tryggi ađ eftirlit međ framkvćmd reglugerđar sem fjallar um hávađamengun í borginni verđi fylgt til hins ýtrasta og hafa ţá í huga: 

a) Leyfisveitingar ţurfa ađ fylgja reglugerđ um hljóđvist og hávađamörk. https://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/724-2008Oftar en ekki eru leyfi samţykkt umfram tíma sem tengist nćturró, sem gildir frá klukkan 11pm til 7am, samkvćmt reglugerđ. Einnig er áberandi ađ hávađamörkum fyrir ţann tíma er ekki fylgt. Til dćmis fćr Airwaves tónlistarhátíđin leyfi til klukkan 2am föstudag og laugardag fyrir útitónleika í ţaklausu porti Listasafns Reykjavíkur. Lýđheilsa íbúanna og friđhelgi einkalífs eru neđarlega á lista ţeirra sem samţykkja slík leyfi hávađaafla, sem halda vöku fyrir íbúum og hótelgestum, í bođi Reykjavíkurborgar.

b) Mikilvćgt er ađ beita viđurlögum, sektum og leyfissviftingum ţegar leyfishafi brýtur lög og reglur um hljóđvist og hávađamengun. í dag eru leyfi veitt ár eftir ár ţrátt fyrir brot á reglugerđ, sem hefur bein áhrif á lýđheilsu íbúanna. 

c) Íbúalýđrćđi, grenndarkynningar og samstarf viđ íbúasamtök ţarf ađ vera virkt og lausnarmiđađ međ hag íbúa miđborgar í huga.

d) Gera ţarf skýran greinarmun á vínveitingaleyfi og hávađaleyfi sem tengist reglugerđ um hljóđvist og hávađamengun. 

e) Hátalarar utan á húsum skemmtistađa og veitingastađa miđborgar verđi fjarlćgđir. 

f)Samstarf lögreglueftirlits og íbúa ţarf ađ vera skýrt, og hávađamćlar í farsímum ćtti ađ vera hluti af vinnuađferđ lögreglunnar. Í dag berast kvartanir og ábendingar til lögreglunnar ekki inn á borđ stjórnenda Reykjavíkurborgar.

g) Styrk hávađans mćldur í desíbelum

h) Tónhćđ hávađans.

i) Hvort hávađinn er stöđugur eđa breytilegur

j) Dagleg tímalengd hávađans

k) Hvenćr tíma sólarhringsins hávađinn varir

l) Heildartímabil, sem ćtla má ađ hávađinn vari (dagar/vikur). 

Fram kemur í greinargerđ međ tillögunni ađ kvartanir yfir hávađa m.a. vegna Airwaves, Inni/Úti púkans og fleiri útihátíđa hafa borist frá ţeim íbúum sem búa í nágrenninu. Svo virđist sem íbúar séu ekkert spurđir álits ţegar veriđ er ađ skipuleggja hátíđar á borđ viđ ţessa sem er vís til ađ mynda hávađa. Minnt er á ađ til er reglugerđi um ţetta  og hvađ varđar ađra hljóđmengun ţá er ekki séđ ađ eftirlit sem framfylgja á í samrćmi viđ reglugerđina sé  virkt. Í reglugerđ  er kveđiđ á um ákveđin hávađamörk og tímasetningar. Fjölgun hefur orđiđ á alls kyns viđburđum sem margir hverjir mynda hávađa, ekki síst ţegar hljómsveitir eru ađ spila.  Á tímabilum er gegndarlaus hávađi í miđborgin og erfitt fyrir fólk sem í nágrenninu ađ ná hvíld. Hér er um lýđheilsumál og friđhelgi einkalífs ađ rćđa. 

Margt fólk hefur kvartađ í lýđrćđisgáttina en ekki fengiđ nein svör, eđa ef fengiđ svör, ţá eru ţau bćđi lođin og óljós. 

Ţeir sem bent hafa á ţetta segja ađ svo virđist sem ábendingar séu hunsađar og ađ ábendingavefur borgarinnar sé bara upp á punt. Látiđ er í ţađ skína ađ hlustađ sé á kvartanir en ekkert er gert. Svo virđist sem deildir og sviđ borgarinnar starfi ekki saman í ţađ minnsta er eitthvađ djúpstćtt samskiptaleysi í gangi.

Vínveitingaleyfi í borginni hafa margfaldast og er miđborgin ađ verđa einn stór partýstađur. Minnt er á ađ í borginni býr fólk, fjölskyldur međ börn.  

Íbúum miđborgarinnar er sýnd afar lítil tillitssemi og er gild ástćđa til ţess ađ vekja athygli á ţeirri stađreynd í tengslum viđ hina ‘grćnu’ áherslu Reykjavíkurborgar ađ hávađamengun er líka mengun.

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband