Einmana og vannćrđir

Viđ höfum ekki stađiđ okkur nćgjanlega vel ţegar kemur ađ sjá um eldri borgara og ţá sem glíma viđ aldurstengda sjúkdóma? Ţađ eru vondar fréttir sem lesa má í Fréttablađinu í dag en ţar er sagt frá rannsókn ţar sem kannađ var nćringarástand sjúklinga eftir útskrift af öldrunardeild Landspítalans. Nćringarástand hópsins er slćmt og margir hafa einnig veika maka ađ hugsa um segir í fréttinni. Ţeir elstu eru bćđi einmana og vannćrđir. Vandinn er margţćttur, skortur á rýmum og erfiđleikar viđ ađ manna félagsţjónustuna enda láglaunastörf.

Flokkur fólksins hefur ítrekađ minnst á óviđunandi ađstćđur sumra eldri borgara bćđi fundi borgarstjórnar, í borgarráđi og á fundi velferđarráđs og komiđ međ tillögur í ţessu sambandi. Tillagan um Hagsmunafulltrúa aldrađra sem hefur ţađ hlutverk ađ halda utan um ţennan málaflokk, fylgjast međ ađ ţjónusta sé fullnćgjandi og engin einn sé einhvers stađar aleinn og vannćrđur er enn á borđi velferđarsviđs. Fella átti ţessa tillögu á fundi velferđarsviđs í desember ţegar ég innti eftir ţví hvort Öldungaráđ Reykjavíkur hefđi fengiđ hana til umsagnar og kom ţá í ljós ađ svo var ekki. Gerđ var krafa um ađ Öldungaráđiđ fengi hana til umsagnar áđur en hún yrđi felld. Í ljósi ţessarar niđurstađna er alveg ljóst ađ ţessi tillaga á fullt erindi inn á borđ borgarmeirihlutans og ćtti ađ fá jákvćđa afgreiđslu ţar.

Máliđ er ađ meirihlutinn í borginni er sífellt ađ fullyrđa og fullvissa borgarfulltrúa minnihlutans um ađ ţessi mál séu í góđu lagi en nú má heldur betur sjá ađ svo er aldeilis ekki.

Lengi hefur veriđ vitađ ađ ástandiđ er verra í Reykjavík en út á landi. Auk mannekluvanda hefur einnig veriđ skortur á hjúkrunarrýmum. Hvađ viđ kemur hjúkrunarrýmum í Reykjavík hefđi borgaryfirvöld ţurft ađ sýna mun meiri fyrirhyggju eins og međ önnur húsnćđismál í borginni. Ţađ hefur ekki veriđ byggt nóg undanfarin ár. Á Landspítala bíđur fólk sem ekki ţarf ađ dvelja á sjúkrahúsi en hefur engan stađ ađ hverfa á ţar sem ekki er til hjúkrunarrými í sveitarfélaginu ţar sem viđkomandi getur veriđ nćrri ástvinum sínum. Ţeir eldri borgarar sem eiga heimili ađ hverfa til eftir sjúkrahúsvist, hafa sumir hverjir ekki getađ fariđ heim ţví starfsfólk vantar í heimaţjónustu. Ţađ fólk verđur ţví ađ dvelja áfram á Landspítala. Og eins og fram kemur í ţessari rannsókn er fólk stundum sent heim allt of snemma ţar sem ađstćđur eru óviđunandi vegna mannekluvanda í heimaţjónustu.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband