Kæra nafna mín Kolbrún Bergþórsdóttir, innra með mér býr hvorki heift né ofsi

Kæra nafna. Mig langar að vísa í leiðara sem þú skrifar í Fréttablaðið í morgun og segja þér að innra með mér finn ég hvorki til heiftar né ofsa í garð meirihlutans í tengslum við braggamálið og allt sem snýr að því. Ef skilgreina á einhverjar tilfinningar í þessu sambandi er það kannski helst vonbrigði og sorg vegna þess hvernig farið hefur verið með fé borgarbúa og vegna allrar þeirra misfellna sem nefndar eru í skýrslu Innri endurskoðunar. Tillaga Flokks fólksins og Miðflokksins að vísa skýrslu Innri endurskoðunar til þar til bærra yfirvalda til frekari yfirferðar og rannsóknar er ekki gert til að klekkja á neinum í pólitískum tilgangi.

Auðvitað velta margir fyrir sér hvort hér sé um misferli að ræða. Sveitarstjórnarlög hafa verið brotin, innkaupareglur borgarinnar brotnar og skoða þarf hvort lög um skjalavörslu hafa mögulega verið brotin. Ég sé ekki betur en að siðareglur hafi einnig verið brotnar þótt það teljist ekki refsivert. Borgarstjórn öll ætti að taka undir tillögu Flokks fólksins og Miðflokksins að fela þar til bærum yfirvöldum frekari yfirferð á málinu og rannsókn. Það er einnig mikilvægt að fela sama embætti að fara yfir niðurstöður Borgarskjalasafns á skjalamálum í málinu þegar þær liggja fyrir. Við verðum að hnýta alla lausa enda og gera allt til að geta byrjað að byggja aftur upp traust borgarbúa á kerfinu og fólkinu sem stýrir því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband