Að vatns- og fráveitugjald miðist ekki við stærð eignar heldur áætlaða notkun

Tillaga um að miða útreikninga vatns- og fráveitugjalds eignar frekar við áætlaða notkun frekar en stærð var felld. Hugsunin á bak við þessa tillögu var sú að það kemur betur út og er sanngjarnara að miða þetta gjald út frá notkun/fjölda notenda en fermetrastærð. Slík mæling gæti t. d. frekar miðast við fjölda skráðra heimilismanna í hverri íbúð, því notkun fer eftir fjölda notenda en ekki eftir stærð íbúðar.

Í greinargerð með tillögunni kom fram að borgarfulltrúa Flokks fólksins telur það vera ósanngjarnt að reikna þetta gjald út frá fermetrafjölda eignar vegna þess að það segir ekkert til um magnnotkun á vatni eða frárennslislögnum. Að gjaldstofn þessi skuli vera fermetragjald íbúðastærðar (ásamt bílskúr ef við á), kemur afar óhentugt út fyrir eldra fólk. Margt eldra fólk situr eitt eftir í stórri íbúð, eða húsi, sem áður var heimili hjónanna og barna þeirra. Þegar árin færast yfir fljúga börnin úr hreiðrinu. Í besta falli eru þá foreldrarnir eftir í íbúðinni. Ætla má að eldri borgarar noti minna vatn en yngra fólk. Eldamennska og þvottur minnkar mjög líklega. 
Þess utan er innheimtan á sérstöku reikningseyðublaði, sem spurning er hvort uppfyllir lagaskilyrði og reglur Ríkisskattstjóra um tekjuskráningu á sölureikningum. Ástæða þess er sú að á innheimtuskjali er hvorki að sjá tilgreindan einingafjölda eða einingaverð. Á reikningsformið er áritaður reitur fyrir einingaverð en enginn dálkur er fyrir fjölda keyptra eininga þó eining sé miðuð við fermetra. Einungis er tilgreint nafn gjaldsstofns og gjaldfærð upphæð hvers gjaldsstofns.

Svar með afgreiðslunni má sjá hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband