Fjöldi listaverka borgarinnar í geymslum

Í allri þessari umræðu um Pálmalistaverkið kom fram að mikill fjöldi listaverka sem borgin á er í geymslum. Þess vegna lagði ég fram svohljóðandi fyrirspurn á síðasta fundi borgarstjórnar:  

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um listaverkaeign borgarinnar sem eru ekki í notkun (eru geymd í geymslum). Óskað er eftir lýsingu á þeim og sundurliðun annars vegar á innanhúslistaverkum og hins vegar verkum sem ætluð eru til skreytinga utanhúss.

Hvað varðar listaverkið Pálmar þá óar manni við hæðinni á þessu. Eins og sjá má á þessari mynd er manneskjan bara lítið peð þarna:)Pálmar, listaverk


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband