Siðareglur borgarinnar í endurskoðun og ekki veitir af

Það er mikið þrasað um siðareglur í borginni núna enda er komið að endurskoðun. Eins og kunnugt er þá er ekki betur séð en að þær hafið verið brotnar t.d. í braggamálinu. Þar var ekki leitað útboða þegar velja átti fólk til ýmis konar vinnu í tengslum við braggann heldur leitað til vina eða kunningja vina sinna til að vinna verkin.

Á síðasta fundi forsætisnefndar var umræða um næstu skref í endurskoðun siðareglna borgarinnar. Okkur í Flokki fólksins finnst mikilvægt að vanda þessa vinnu og leggjum við áherslu á að fenginn verði sérfræðingur til að halda utan hana og að óháð siðanefnd verði sett á laggirnar sem taki til skoðunar meint brot. Mjög mikilvægt er að siðareglur embættismanna séu unnar samhliða siðareglum kjörinna fulltrúa. 

Lögð fram svohljóðandi tillaga Flokks fólksins:

Flokkur fólksins leggur til að fenginn verði utanaðkomandi sérfræðingur í siðareglum og siðfræði til að leiða endurskoðun siðareglna í borginni. Skoða þarf siðareglur embættismanna samhliða. Þegar talað er um að leiða endurskoðun er átt við að halda utan um þessa vinnu frá upphafi til enda. Eins og vitað er hafa þær siðareglur sem eru í gildi ekki verið að virka sem skyldi, eftir þeim hefur ekki alltaf verið farið eins og dæmi eru nýlega um. Vanda þarf til þessarar vinnu og umfram allt taka allan þann tíma sem þarf til að gera siðareglur þannig úr garði að allir sem eiga að fylgja þeim skilji þær og mikilvægi þess að fylgja þeim. „Brjóti“ einstaklingur siðareglur þarf að vera hægt að vísa málinu til utanaðkomandi siðanefndar til að fjalla um málið. Í þessu tilviki skiptir óhæði máli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband