Kostnaður við leigubíla í borginni 70 milljónir 2018

Svar frá Reykjavíkurborg við þessum fyrirspurnum:

  1. Hvað hefur Reykjavíkurborg greitt í leigubílakostnað á árunum 2018, 2017, 2016, 2015, 2014, 2013, 2012, og 2011?
  2. Hvaða kjörnir fulltrúar hafa heimild til þess að nota leigubíla á kostnað Reykjavíkurborgar?
  3. Hvaða embættismenn hafa heimild til þess að nota leigubíla á kostnað Reykjavíkurborgar?
  4. Hver er kostnaður við innkaup, viðhalds og rekstur bíla fyrir starfsmenn borgarinnar ef velferðasvið er frá talið árin 2018, 2017, 2016, 2015,2014, 2013, 2012 og 2011?
  5. Er farið í útboð ef Reykjavíkurborg kaupir bíla?
  6. Hver var kostnaður Reykjavíkurborgar við flugmiðakaup 2018, 2017, 2016, 2015, 2014, 2013, 2012 og 2011 sundurliðað eftir kjörnum fulltrúum og starfsmönnum?
  7. Er farið í útboð þegar flugmiðar eru keyptir? 
  8. 8. Falla vildarpunktar við flugmiðakaup í hlut borgarinnar eða þeirra starfsmanna sem ferðast út fyrir landsteinana?

Bókun Flokks fólksins:

Kostnaður sem hér um ræðir er feikna hár að mati borgarfulltrúa Flokks fólksins, bæði notkun leigubíla og akstur á eigin bifreiðum í vinnutengdum verkefnum. Yfirmenn hvers sviðs, skrifstofu eða stofnunar ákveða hvaða starfsmenn hafa heimild til að nota leigubíla. Það er í höndum þeirra að stýra og bera ábyrgð á notkun leigubifreiða. Fram kemur að hluti af leigubílakostnaði er vegna aksturs með skjólstæðinga borgarinnar en hvað er það stór hluti af þessum tölum?
Eftir lestur á þessu svari koma óneitanlega upp spurningar um hvort aðhald kunni að skorta í þetta kerfi eða hvort ekki þyrfti að skoða skipulagið eitthvað nánar? Það er einnig sláandi að sjá hækkun sem hefur orðið t.d. frá 2011 til 2018 á kostnaði við leigubíla jafnvel þótt að skýra megi hækkunin að einhverju leyti vegna þess að árið 2014 var öllum aksturssamningum við starfsmenn borgarinnar sagt upp.  Árið 2011 er kostnaður rúmar 37 milljónir en 69,5 milljónir árið 2018.

Leigubílak. mynd


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband