Börn veik af myglu og raka í skólahúsnćđi borgarinnar

Ţađ var hart tekist á um myglu og raka í leik- og grunnskólum á fundi borgarstjórnar í gćr. Meirihlutinn varđist fimlega og ekki er inn í myndinni ađ viđurkennt er ađ borgaryfirvöld til margra ára hefur flotiđ sofandi ađ feigđarósi ţegar kemur ađ viđhaldi hvađ ţá ađ hlustađ á kvartanir og ábendingar foreldra og starfsfólks. Flokkur fólksins var međ eftirfarandi bókun:

Borgarfulltrúi Flokks fólksins vill benda á ađ langvarandi skortur á viđhaldi og ađ ekki hafi veriđ sett fjármagn í ţennan flokk er nú illilega ađ koma í bakiđ á borgaryfirvöldum  međ mögulega miklum tilkostnađi og ómćldum óţćgindum fyrir foreldra og börn sbr. Fossvogsskóla. Útsvarsfé borgarbúa hefur sannarlega ekki veriđ sett í viđhald á húsnćđi ţar sem börnin í borginni sćkja nám sitt. Hér hefur veriđ flotiđ sofandi ađ feigđarósi. Stađan vćri ella ekki svona slćm og ţessi vandi varđ ekki til í gćr heldur er uppsafnađur til margra ára. Lengi var ekki hlustađ á kvartanir, ábendingar og upplýsingar og ýmis einkenni hafa veriđ hunsuđ. Hefđi viđhaldi veriđ sinnt og brugđist strax viđ fyrstu mögulegu vísbendingum hefđi vandinn ekki orđiđ svona djúpstćđur. Ljóst er ađ um­fangs­mik­illa fram­kvćmda er ţörf. Hvernig á ađ bćta börnunum, foreldrum og starfsfólki ţetta upp? Fram hefur komiđ ađ ţađ er foreldri sem knúđi á um út­tekt á skóla­hús­nćđi Fossvogsskóla. Ţađ ţurfti ađ knýja sérstaklega á um ţetta, berjast fyrir ađ fá almennilega skođun ţegar börnin voru farin ađ veikjast vegna myglu og raka. Borgaryfirvöldum ber ađ hlusta á borgarbúa, heyra raddir ţeirra ţegar koma mikilvćgar upplýsingar og ábendingar. Annađ sýnir virđingarleysi gagnvart borgarbúum, foreldrum, börnum og starfsfólkinu.  

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband