Fresta lokun Laugavegar á međan vilji borgarbúa er kannađur til hlítar

Í borgarstjórn í dag mun tillaga Flokks fólksins vera lögđ fram um ađ lokun Laugavegar og Skólavörđustígs verđi frestađ á međan ađ könnuđ verđi til hlítar afstađa borgarbúa gagnvart heilsárs lokun ţessara gatna fyrir bílaumferđ. 

Lagt er til ađ Reykjavíkurborg taki upp samstarf viđ háskóla og/eđa reynslumikiđ fyrirtćki sem framkvćmir skođanakannanir, í ţeim tilgangi ađ vinna ađ viđhorfsrannsókn ýmissa hópa í borginni gagnvart lokun umrćddra gatna fyrir bílaumferđ. Lagt er til ađ leitađ verđi viđhorfa hagsmunaađila viđ ţćr götur sem á ađ loka, jafnframt samtök eldri borgara, samtök fatlađra og breiđs hóps borgarbúa sem búa víđs vegar um borgina. Nauđsynlegt er ađ úrtakiđ endurspegli ţýđiđ og sýni ţannig sem best raunverulegan vilja borgarbúa og einstakra hópa. Nauđsynlegt er ađ móta spurningar ţannig ađ skýrt sé hvađ spurt er um og ţátttakendum gert ljóst hvađ er í vćndum varđandi lokun ţessara gatna til frambúđar.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband