Börn fátækra foreldra geta heldur ekki beðið

Í kvöld var verið að fjalla um greiningar lækna, sálfræðiþjónustu/sálfræðigreiningar sem eru veittar á einkarekinni stofu en sem ekki eru teknar fullgildar hjá hinu opinbera. Þess þjónustu þarf að greiða úr eigin vasa. Þetta er dýr þjónusta. Frumgreining (sem er fyrsta athugun, þá er lagt fyrir vitsmunarþroskaprófið Wechsler, ADHD skimun og e.t.v. hegðunarkvarðar) ekki undir 150 þúsund krónur. Þetta er þjónusta sem börn eiga rétt á að fá hjá borginni (þjónustumiðstöðvum) og hjá ríkinu (Greiningarstöð) ef þroskafrávik eru talin alvarlegri. Vegna langra biðlista er fólk neytt til að fara til sjálfstætt starfandi sálfræðinga eftir greiningu en þá spyr ég enn og aftur hvað með þá foreldra sem eiga ekki pening fyrir greiningu fyrir barnið sitt hjá sjálfstætt starfandi sálfræðingum? Oft hafa börn beðið mánuðum saman og jafnvel á annað ár í skólakerfinu eftir greiningu sem þó foreldrar og kennarar eru sammála um að þurfi að framkvæma ýmist vegna námserfiðleika og/eða tilfinningar- eða félagslegra erfiðleika. Vanlíðan hefur jafnvel vaxið stöðugt hjá þessu barni sem í sumum tilfellum er einfaldlega hætt að mæta í skólann. Um þetta vildi ég gjarnan fá almenna umræðu og hef reynt ýmislegt til þess í borgarstjórn. Það verður að útrýma þessum biðlistum í borginni og hjá ríkinu. Börnum sem líður illa .hvorki geta né eiga að þurfa að bíða eftir þjónustu. Ég hef áður rætt þessi mál og man eftir dæmi sem foreldrar voru að skrapa saman peninga til að fá greiningu fyrir barn sitt út í bæ sem búið var að bíða lengi í skólakerfinu og útskrift var að nálgast

Sjá hér viðtal um þessi mál frá því í fyrra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband