Ţegar forsjárlaust foreldri tekur ekki fćđingarorlof

Tvćr tillögur Flokks Fólksins voru felldar í Skóla- og frístundarráđi í gćr, 23.4.
Sú fyrri:
Flokkur fólksins leggur til ađ gerđar verđi breytingar á forgangsreglum í leikskóla ţannig ađ einstćtt foreldri sem er međ fullt forrćđi yfir barninu fái forgang í ţeim tilfellum sem
hitt foreldriđ tekur ekki fćđingarorlof. Í ţessum tilfellum ţarf hiđ einstćđa foreldri ađ fara út á vinnumarkađinn ţremur mánuđum fyrr en ella, ţ.e. ţegar barniđ er 6 mánađa. Ef forsjárlaust foreldri tekur ekki fćđingarorlof situr forsjárforeldriđ ekki viđ sama borđ og foreldrar sem deila međ sér fćđingarorlofi.
Tillagan var felld. Skóla- og frístundaráđsfulltrúar Sjálfstćđisflokksins sátu hjá.

Seinni:
Flokkur fólksins leggur til ađ borgin fjármagni ađ fullu Vináttuverkefni Barnaheilla fyrir ţá leik- og grunnskóla sem ţess óska. Rökin međ ţessari tillögu hafa veriđ reifuđ oft áđur og skemmst er ađ nefna ađ góđ reynsla er af verkefninu sem hjálpar börnum ađ fyrirbyggja og leysa úr ýmsum tilfinningalegum og félagslegum vanda.
Tillagan var felld.
Skóla- og frístundaráđsfulltrúar Sjálfstćđisflokksins sátu hjá.

Ég á ekki sćti í ţessu ráđi nema sem varamađur og gat ţví ekki bókađ en mun gera ţađ ţegar fundargerđin verđur lögđ fram á nćsta fundi borgarstjórnar.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband