Tífalt meiri óánægja með þjónustu Strætó bs., en með þjónustu Lundúnavagnanna

Ég fékk sent frá vini áhugaverðan samanburð Strætó bs við vagnanna í stórborginni London. Í London bárust, á tilteknum ársfjórðungi, um 2,9 kvartanir fyrir hverjar 100.000 ferðir með strætisvagni. Í ljósi þess sem segir í svari frá Strætó þá er meirihlutinn ábendinganna vegna framkomu, aksturslags og tímasetningar og þá er hlutfallið 26,18 kvartanir per 100.000 ferðir. Miða við þetta er nærri tífalt meiri óánægja með þjónustu Strætó bs., en með þjónustu Lundúnavagnanna.
Þetta hlýtur að kalla á tilefni til naflaskoðunar, og vísbendingu um að verulega miklu sé ábótavant í gæðum almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Svo það kemur kannski ekki óvart að viðbrögðin séu varnir og útúrsnúningar.
Þetta er skrifað hér með þeim fyrirvara að ekki er fyllilega ljóst hve hátt hlutfall 'ábendinga' til strætó eru kvartanir, né ljóst hver aðferðafræði TFL er þegar kemur að því að greina á milli kvartana og ábendinga. En ég mun senda frekari fyrirspurnir til Strætó varðandi þetta. Svo er það þessi talnaleikur en upplýsingafulltrúinn leggur saman ferðafjölda Strætó og býr til nýja tölu farþega upp á tugi milljóna farþega með því að telja hvert innstig margra sömu einstaklinganna að sjálfsögðu. Ég mun spyrja m.a. hvað það eru í raun margir farþegar, þ.e.a.s. einstaklingar sem eru á bakvið þessar tölur.

Frétt á eyjan.is

Frétt á visi.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband