Margar litlar rafbílahleðslustöðvar í stað fárra stórra

Fyrir þá sem hyggjast kaupa rafbíl eru stærstu áhyggjur að komast ekki að stöð. Ef aðeins eru fáar stórar stöðvar munu myndast biðraðir. Vænta má að margir haldi að sér höndum við að kaupa rafbíl því þeir  óttast að þeir þurfi að bíða efir að komast í rafmagn. Meðan þetta er raunveruleikinn þá eykst rafbílaflotinn hægt. Reykjavíkurborg á stóran meirihluta í OR/Veitum og því er eðlilegt að borgarstjórn hafi skoðun á þessu máli þrátt fyrir að þetta sé B hluta fyrirtæki í eigum þriggja sveitarfélaga. Reykjavík er langstærsti eigandinn. Benda má reynsluna t.d. Osló en þar hefur einmitt fjöldi stöðva skipt öllu máli. 

Flokkur fólksins lagði til á fundi borgarráðs að Reykjavíkurborg beiti sér fyrir því að OR/Veitur og Reykjavíkurborg stefni að  því að hafa margar litlar  rafbílahleðslustöðvar í stað fárra stórra. 

 

Í upphafi rafbílavæðingarinnar voru hleðslustöðvar margar og rafbílavæðingin tók hratt af stað, enda sá fólk  að það gæti hlaðið.  Fyrir hverja stöð voru ca. 4 bílar og þær voru allar litlar (lítið afl, enda höfuðmálið að setja upp margar stöðvar og nýta tímann). 
Þar er í fyrsta sinn að verða vandamál að finna stöðvar, en hlutfallið er í dag ca. 10 bílar per stöð.  Viðbrögðin eru að byggja upp millihraðar stöðvar (7,4 - 22kW)  á helstu akstursleiðum til/frá borginni ásamt því að byrja í fyrsta sinn að rukka fyrir notkun hleðslustæðanna svo rafbílaeigendur noti ekki hleðslustæði til að sleppa við að borga í stæði. Osló að gera hlutina rétt - fókusinn er á að hafa nógu margar stöðvar við bílastæði í borgarlandinu fyrir langtímahleðslu og nýta tímann til að hlaða í stað þess að einblína á aflið. Það er hins vegar gert á hraðhleðslustöðvum sem eru við áningarstaði.
Svo virðis t sem að ON stefni að fáum en öflugum hleðslustöðum í stað margra litla. Það er óþarfi að gera mistök sem þessi sér í lagi þegar nóg er af góðum fyrirmyndum erlendis sem virkað hafa frábærlega.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband