Ađ Reykjavík setji á laggirnar sinn eigin "Arnarskóla"
18.7.2019 | 19:42
Skóla- og frístundarráđ/sviđ mun gera samning viđ sérskólann Arnarskóla fyrir nćsta haust. Skólinn er stađsettur í Kópavogi. Ég spyr hvort ekki sé kominn tími á ađ borgin setji á fót sinn eigin Arnarskóla?
Arnarskóli er frábćrt úrrćđi hugmyndafrćđilega séđ fyrir börn međ sérţarfir og hefur Flokkur fólksins ítrekađ kallađ eftir fjölgun sambćrilegra úrrćđa í Reykjavík til viđbótar viđ Klettaskóla sem er löngu sprunginn. Biđlisti er í öll sérúrrćđi, skóla og sérdeildir í Reykjavík og ađeins alvarlegustu tilfellin eru skođuđ. Inntökuskilyrđi í Klettaskóla eru ströng sem leiđir til ţess ađ börn sem myndi blómstra í ţeim skóla eru látin vera í almennum skóla ţar sem ţau upplifa sig ekki međal jafninga.
Ţađ er afneitun í gangi hjá meirihlutanum. Ţau neita ađ horfast í augu viđ ađ Skóli án ađgreiningar eins og honum er stillt upp er ekki ađ virka fyrir öll börn. Dćmi eru um ađ börnum hefur veriđ úthýst úr skólakerfinu vegna djúpstćđs vanda, send heim og ekki bođiđ neitt úrrćđi fyrr en eftir dúk og disk og ţá fyrst eftir ađ foreldrar hafa gengiđ ţrautargöngu innan kerfisins. Hvađ ţarf margar kannanir og upphróp til ađ meirihlutinn hćtti ađ stinga hausnum í sandinn og horfist í augu viđ ađ hópur barna sem forđast skólann sinn fer stćkkandi, barna sem sýna einkenni kvíđa og depurđar sem rekja má beint til líđan í skóla. Borgin á ekki ađ ţurfa ađ senda börn í sérskóla í öđru sveitarfélagi. Borgin á ađ hafa skóla eins og ţennan á sínum vegum.
Tillaga lögđ fram 19. september 2018
Flokkur fólksins leggur til ađ fleiri sérskólaúrrćđi verđi sett á laggirnar í Reykjavík enda er Klettaskóli sprunginn.
Klettaskóli er eini sérskólinn í Reykjavík af sinni gerđ en í honum stunda börn međ sérţarfir vegna ţroskahömlunar nám. Flokkur fólksins telur ađ fleiri slík úrrćđi ţurfi enda mörg börn nú á biđlista sem Klettaskóli getur ekki tekiđ inn. Í sérskólaúrrćđi eins og Klettaskóla og öđrum sambćrilegum skólaúrrćđum er mikilvćgt ađ inntökuskilyrđin séu međ ţeim hćtti ađ hver umsókn sé metin í samvinnu viđ foreldra á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga um nemandann. Í ţessum efnum eiga foreldrar ávallt ađ hafa val enda ţekkja foreldrar börn sín best og vita ţess vegna hvađ hentar barni ţeirra námslega og félagslega. Ekki má bíđa lengur međ ađ horfa til ţessara mála og fjölga úrrćđum. Ţađ er réttur hvers barns ađ fá skólaúrrćđi viđ hćfi ţar sem ţví líđur vel, ţar sem námsefni er viđ hćfi og ţar sem félagslegum ţörfum ţess er mćtt, ţar sem ţađ er međal jafningja.
Tillagan er felld međ fjórum atkvćđum skóla- og frístundaráđsfulltrúa Samfylkingarinnar, Viđreisnar, Pírata og Vinstri grćnna gegn einu atkvćđi skóla- og frístundaráđsfulltrúa Flokks fólksins.
Skóla- og frístundaráđsfulltrúar Sjálfstćđisflokksins sitja hjá.
Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóđandi bókun:
Fulltrúi Flokks fólksins harmar afgreiđslu ţessarar tillögu og hinna tveggja sem Flokkur fólksins hefur lagt fram og sem fjalla einnig um skóla- og félagslegar ţarfir fatlađra barna í skólum í Reykjavík. Í svari viđ tillögunni er bent á ađ ekki séu biđlistar en stađreyndin er sú ađ Klettaskóli er mjög eftirsóttur og foreldrum barna sem óska inngöngu er vísađ frá áđur en til umsóknar kemur. Foreldrum sem óska eftir skólavist í Klettaskóla fyrir börn sín er tjáđ strax í upphafi ađ barniđ muni ekki fá inngöngu sé ţađ ekki nógu fatlađ til ađ mćta skilyrđunum. Auk ţess er Klettaskóli löngu sprunginn og tekur ekki viđ fleiri börnum sem segir kannski allt sem segja ţarf í ţessum efnum. Nauđsynlegt er ađ hafa skólaúrrćđi sem mćtir ólíkum ţörfum barna. Ein tegund úrrćđis ćtti ekki ađ útiloka annađ. Máliđ snýst um ađ hafa val. Börn međ ţroskahömlun eru nefnilega ekki öll eins og ţeim hentar ekki öllum ţađ sama. Ţađ ţrífast ekki öll börn í ţeim úrrćđum sem eru í bođi. Ţađ vantar annan skóla eins og Klettaskóla og ţađ vantar einnig úrrćđi fyrir börn međ vćga og miđlungs ţroskahömlun, börnum sem líđur illa í almennum bekk, námslega eđa félagslega. Barn sem líđur illa lćrir lítiđ. Ţađ vćri óskandi ađ borgin/borgarmeirihlutinn myndi vilja horfast í augu viđ ţessa stađreynd ekki síst í ljósi vaxandi vanlíđan barna eins og skýrsla Embćttis landlćknis hefur fjallađ um.