Sameining eða lokanir skóla oftast í óþökk foreldra

Í morgun var lagt fram 6 mánaða uppgjör borgarinnar. Yfir þessum tölum hvíldi mikil leynd þar til Kauphöllin opnaði. Nú hefur allri leynd verið aflétt. Það sem kemur mest á óvart er staða Skóla- og frístundarráðs. 49% af nettó útgjöldum í hlutfalli af skatttekjum borgarinnar fer til Skóla- og frístundarsviðs. Sviðið er með 1 m.kr umfram fjárheimildir. Engu að síður er vandi víða í skólamálunum. Öll vitum við orðið um ástand skólahúsnæðis víða vegna viðhaldsleysis sl. 10 ára með tilheyrandi afleiðingum, raka og leka (myglu). Nú liggur fyrir skýrsla innri endurskoðanda sem staðfestir þetta og fleiri vandamál. Í skýrslunni segir að mismunandi skilningur er á milli skólastjórnenda og fjárveitingarvaldsins hjá Reykjavíkurborg um hversu mikið fjármagn þarf til að reka grunnskóla í borginni. Lítið svigrúm er til hagræðingar innan skólanna og gripið er til sameiningar og lokana oftast í óþökk foreldra og jafnvel skólastjórnenda. Í sérkennslu fara um 5 milljarðar en sérkennslan er ekki árangursmæld og því óljóst hvort hún sé að skila sér sem skyldi til barna sem hennar njóta.

Það er erfitt að átta sig á hvert borgarmeirihlutinn er að fara í skólamálum borgarinnar. Kapp er lagt á að allt lítið vel út á yfirborðinu, skóli án aðgreiningar og allt það. Af þessu að dæma má e.t.v. hlýtur það að liggja í augum uppi að fé sem veitt er í skólakerfið sé einhvern veginn ekki að nýtast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband