Af hverju er Reykjavík svona oft eftirbátur smærri sveitarfélaga?

 
14. febrúar 2019 lagði ég til að Reykjavíkurborg innleiddi Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna með formlegum hætti og hugað yrði sérstaklega að innleiðingu þeirra í leik- og grunnskólum. Þessi tillaga var felld. Nú hefur Kópavogur samþykkt að innleiða Heimsmarkmiðin og verður fyrsta sveitarfélag á Íslandi til þess að að gera það formlegum hætti.
 
Af hverju er Reykjavík svona oft eftirbátur smærri sveitarfélaga?
Maður hefði haldið að stærsta sveitarfélagið ætti að vera fyrirmynd og í krafti fjöldans vera í forystu með fjölda mála. En það er nú eitthvað annað. Í það minnsta fór þessi tillaga mín í tunnuna en hefði hún verið samþykkt hefði Reykjavík verið fyrsta sveitarfélagið til að innleiða Heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun með formlegum hætti.
 
Tillagan um innleiðingu Heimsmarkmiðana með formlegum hætti
Lagt er til að borgaryfirvöld samþykki að innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem snúa að borgum og með formlegum hætti. Sérstaklega skal hugað að innleiðingu heimsmarkmiðana í allt leik- og grunnskólastarf borgarinnar. Heimsmarkmiðin eiga erindi til nemenda á öllum skólastigum og ekki síst til leikskólabarna. Mikilvægt er að borgaryfirvöld samþykki að hefja markvissa vinnu að uppfærða börnin um Heimsmarkmiðin strax í leikskóla. Allt efni er hægt að fá að kostnaðarlausu hjá Félagi Sameinuðu þjóðanna og á netinu. Grunnskólar eru hvattir til að nýta sér þetta og að leggja áherslu á Heimsmarkmiðin í sinni almennu kennslu, starfi og leik. Nú þegar ættu að vera komin veggspjöld með Heimsmarkmiðunum í alla skóla landsins, á öllum skólastigum. Hægt er að nýta veggspjöld til að gera markmiðin sýnilegri og þannig verði þau nýtt í auknum mæli til að leggja áherslu á mikilvægi hvers einasta heimsmarkmiðs enda eiga þau erindi inn í alla okkar tilveru. Það er von Flokks fólksins að skólar finni fyrir hvata úr öllum áttum til að innleiða Heimsmarkmiðin og að sá hvati komi þá allra helst frá Reykjavíkurborg.
 
Greinargerð
 
Í þessari tillögu er lagt til að borgarstjórn samþykki að stefna borgarinnar samanstandi af hlutverki, framtíðarsýn, gildum og yfirmarkmiðum sem eru fengin úr Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Lagt er til að borgarstjórn samþykki að setja starfseminni yfirmarkið og hvetja alla skóla borgarinnar til að innleiða þau í kennslu, starf og leiki með formlegum hætti. Eins og kveðið er á um í Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna á að vera skýrt í stefnu borgarinnar að hlutverk hennar sé að tryggja lífsgæði íbúanna með góðri og fjölbreyttri þjónustu. Grunnreglur eiga að miða að því að allir hafi tækifæri til áhrifa. Leggja skal áherslu á gott mannlíf, skilvirkan og ábyrgan rekstur ásamt öflugu atvinnulífi. Í framtíðarsýn felst að veita skal framúrskarandi þjónustu þar sem hugsað er vel um líðan, heilsu og velferð íbúa á öllum aldri.
 
Í Heimsmarkmiðunum er áhersla á að ákvarðanir skulu vera lýðræðislegar. Tryggja þarf að borgarbúar hafi fullt tækifæri til að hafa áhrif á eigin mál og eigið líf. Gildi og siðferði skal í öndvegi. Til að þessi hugmyndafræði skili sér sem best er mikilvægt að hefja innleiðingu strax í leikskóla. Með þeim hætti geta börnin byrja að taka þátt á eigin forsendum allt eftir aldri, getu og þroska. Þau eru framtíðin og koma til með að halda áfram þeim verkefnum sem hafin eru nú.

Tillagan er felld. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá.
 heimsmarkmiðin

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband