Setja sjoppuna í sorpið

Hugmynd um að varðveita gamla sjoppu við Langholtsveg er með ólíkindum ekki nema einhver auðkýfingurinn vildi fjármagna það og gefa borginni. Ég ætla rétt að vona að borgarmeirihlutinn fari ekki að taka upp á þeirri vitleysu að setja 50 milljónir í að endurbyggja ónýtt biðskýli. Í ljósi sögunnar kæmi það ekki endilega á óvart að skipulagsyfirvöld í borginni teldu að þetta væri merkilegt til varðveislu og verðugt verkefni að setja í nokkra tugi milljóna.
Nota má 50 milljónir til margra annarra hluta en að endurbyggja þetta hús ef hús skyldi kalla jafnvel þótt það sé hannað af einhverjum frægum arkitekt.
Fólkið fyrst!

sjoppan (2)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband