Áherslan á umhverfisskreytingar frekar en á fólk og ţarfir ţess

Tillögur Flokks fólksins sem borgarráđ hefur synjađ snúa flestar ađ bćttari grunnţjónustu viđ fólkiđ í borginni, börn, eldri borgara og öryrkja. Međal tillagna sem hafa veriđ hafnađ er t.d. tillaga um gjaldfrjálsar skólamáltíđir og frístundaheimili og útrýmingu biđlista barna til sálfrćđinga og talmeinafrćđinga

___________________________________________________

Í borgarráđi í vikunni var lagt fram yfirlit frá borginni sem sýnir ađ framlögđ mál eru nú 543 talsins, sem er 372% aukning miđađ viđ fjölda mála á sama tímabil á síđasta kjörtímabili. Mér finnst mjög ánćgjulegt ađ sjá ţessa miklu aukningu á framlagningu mála á ţessu kjörtímabili og sýnir ţađ einfaldlega hve mikiđ ţarf ađ laga og breyta í borginni. Af nógu er ađ taka á flestum sviđum borgarinnar. Fólkiđ sjálft hefur ekki veriđ í forgangi hjá valdhöfum í mörg ár heldur mćtt afgangi.

Ađ beiđni borgarfulltrúa Flokks fólksins var einnig lagt fram yfirlit yfir fjölda mála Flokks fólksins í borginni á ţessu rúma ári sem liđiđ er af kjörtímabilinu. Flokkur fólksins hefur lagt fram eđa veriđ ađili ađ 145 tillögum fyrir borgarstjórn, borgarráđ eđa önnur ráđ frá síđustu kosningum. Af ţessum 145 tillögum hafa ađeins 6 tillögur veriđ samţykktar. Ţađ eru rétt rúm 4%.

Ţađ er hending og afar sjaldgćft ađ mál minnihlutans nái fram ađ ganga og ítrekađ er góđum hugmyndum hent í rusliđ, sérstaklega ef meirihlutinn óttast ađ ţćr geti skyggt á sig sem ráđamenn borgarinnar. Viđbrögđ ţeirra viđ höfnun mála eru gjarnan á ţá leiđ ađ “ţetta sé nú ţegar í vinnslu.” En síđan er ţađ oft alls ekki reyndin. Ţađ skiptir engu máli hvađa minnihlutaflokk er um ađ rćđa ţegar kemur ađ afgreiđslu mála ţeirra, ţćr fara ađ megninu til sömu leiđ, í rusliđ.

Tillögur Flokks fólksins sem borgarráđ hefur synjađ snúa flestar ađ bćttari grunnţjónustu viđ fólkiđ í borginni. Međal tillagna sem hafa veriđ hafnađ er t.d. tillaga um gjaldfrjálsar skólamáltíđir og frístundaheimili, útrýmingu biđlista barna til sálfrćđinga og talmeinafrćđinga, tillaga um íbúakosningu vegna borgarlínu-verkefnisins, tillaga um ađ borgin bćti upplýsingagjöf til borgarbúa og tillaga um ađ bćta lýsingu viđ gangbrautir sem og fjölmargt fleira.

Dćmi eru einnig um ađ tillögum minnihlutans sé vísađ frá eđa hafnađ en síđar teknar upp og lagđar fram af meirihlutanum og ţá samţykktar.

Ef litiđ er á tillögur sem meirihlutinn leggur sjálfur fram eru ţćr oft samţykktar međ 12 atkvćđum gegn 11 í borgarstjórn. Mér hefur ţótt tillögur ţessa meirihluta oft ansi rýrar og jafnvel meira til skreytinga. Meirihlutaflokkunum í borgarstjórn ţykir gott ađ berja sér á brjóst. Ţađ er mitt mat, sem oddviti eins af minnihlutaflokkunum ađ ţessi meirihluti sem nú situr í borgarstjórn kýs eftir flokkslínum en ekki málefnum.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband