Er borgin að virða lög?

Á morgun fer ég á fund skipulags- og samgönguráðs. Eitt af þeim málum sem ég mun leggja fram er fyrirspurn vegna nýrra umferðarlaga og varðar heimild fyrir p merkta bíla að aka göngugötur og leggja þar. Þessu viljum við í Flokki Fólksins fylgja fast eftir.

Hér er fyrirspurnin:
Nú hafa ný umferðarlög tekið gildi. Meðal nýmæla er undantekning frá akstursbanni um göngugötur sem felur í sér að bílar merktir með stæðiskorti fyrir hreyfihamlaða og bílar sem sinna akstursþjónustu fatlaðra mega nú nýta sér göngugötur og mega jafnframt leggja þar í merkt stæði. Flokkur fólksins spyr hvort borgin sé ekki að öllu leyti að virða þessi lög nú þegar vika er liðin síðan þau tóku gildi og hvort til standi að opna lokaðar göngugötur fyrir þeim bílum sem hafa nú heimild til að aka þar?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband