Leigubílanotkun embættis- og starfsmanna borgarinnar

Þegar ég mæti á viðburð t.d. opnun af einhverju tagi hjá borginni þá sé ég ávallt nokkra leigubíla koma með starfsmenn borgarinnar. Stundum er bara einn starfsmaður í bíl.

Í gær á fundi velferðarráðs lagði ég fram eftirfarandi fyrirspurn:

Fyrirspurn Flokks fólksins um leigubílanotkun velferðarsviðs og ráðs
Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um leigubílanotkun starfsmanna sviðsins og ráðsins sundurliðað eftir erindum, deildum og starfstitli á árunum 2019 og 2018. Einnig er óskað eftir upplýsingum um hvort einhverjar starfsreglur eða einhver viðmið gildi um leigubílanotkun á vegum borgarinnar sem veiti leiðsögn um hvenær eigi að kaupa leigubifreiðaakstur og hvenær ekki. Leigubílar eru nýttir í miklum mæli af starfssviðum Reykjavíkurborgar og allra mest af velferðarsviði. Það er því mikilvægt að borgarbúar geti treyst því að ekki sé verið að bruðla með almannafé og að leigubílar séu aðeins nýttir sem úrræði þegar önnur ódýrari úrræði koma ekki til greina. Því biður fulltrúi Flokks Fólksins um aðgang að upplýsingum um leigubílanotkun velferðasviðs.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband