Harmageddon í morgun, leikskólamál, byggðasamlög og Sorpa til umræðu

Ég var í viðtali í Harmageddon í morgun. Alltaf svo gaman að hitta strákana þar. Við ræddum styttingu opnunartíma leikskólanna, galla við byggðasamlög fyrir sveitarfélag eins og borgina sem á stærsta hluta í þeim en hefur ekki áhrif í samræmi við það og svo auðvitað málefni Sorpu.

Ég hef sterkar skoðanir á þessu leikskólamáli sem ég byggi mest á þekkingu og reynslu minni sem sálfræðingur og auðvitað reynslu minni sem móður og ömmu. Langflestum börnum þykir gaman á leikskóla enda líður þeim þar vel. Samvera við önnur börn er sérhverju barni bráðnauðsynleg. Ég vil að foreldrar séu hafðir með í ráðum þegar díla og víla á um börn þeirra og leikskólann.

Aðstæður foreldra eru mismunandi og samfélagið verður að bjóða upp á rúmt val. Gleymum því ekki að vegna ófremdarástands í umferðarmálum eru margir foreldrar kannski 45 mínútur að komast frá vinnustað sínum til leikskóla barna sinna. Fæstir vinna á sama stað og þeir búa og flest börn eru í leikskóla í hverfinu sem þau búa.

Ég vil að horft sé á grunnvandann sem er mannekla og undirmönnun. Þetta er áherslan sem meirihlutinn vill ekki ræða. Það er mannekla og undirmönnun í Dagdvöl aldraðra. Er það næsta á dagskrá að stytta opnunartíma þar kannski? Það hljóta allir að sjá á hvað vondu leið við erum í þessum málum. Það kostar að veita góða þjónustu og það er eitthvað sem þessi borgarmeirihluti sem nú ríkir skilur ekki. Þetta er allt spurning um forgangsröðun og við í Flokki fólksins segjum FÓLKIÐ FYRST!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband