Gagg og væl minnihlutans

Hún nafna mín sendi okkur í minnihlutanum tóninn í vikunni í leiðara Fréttablaðsins. Það er bara gaman af því. Hún talar eins og við hötum göngugötur en svo einfalt er málið ekki.

Hef ekkert á móti göngugötum per se. Ég vil bara að haft sé samráð við rekstraraðila á svæðinu, að aðgengi fyrir fatlaða sé gott (og í samræmi við lög), að borin sé virðing fyrir þeim sem búa ekki í miðbænum heldur koma lengra að til að sinna erindum og sækja vinnu og sem þurfa og vilja nota bíl sinn. Leysa þarf jafnframt umferðarhnúta og hafa klár bílastæði fyrir þennan hóp sem og utanbæjarfólk. Einnig þarf að horfast í augu við þá staðreynd að eldri borgarar, margir hverjir, eru ekki hrifnir af bílastæðahúsum. Það er ekki þannig að flestir búi við hlið vinnustaðar síns og öll þekkjum við hvernig almenningssamgöngur virka hér eða öllu heldur virka ekki.  Flóknara gagg og væl er það nú ekki hjá okkur í Flokki fólksins


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband