Amatörar í stjórnum byggðasamlaga?

Maður hefur í nokkur skipti orðið alveg kjaftstopp í því starfi sem ég gegni og þá helst vegna vinnubragða, framkomu og viðhorfa þeirra sem skipa meirihlutann. Ekki þó allra. Eitt er það sem ég hef gagnrýnt eru byggðasamlög enda er Reykjavík að koma illa út úr slíku samkrulli því í þeim ríkir mikill lýðræðishalli.

Annað sem ég velti fyrir mér er af hverju ekki sé valið fólk í stjórnir sem hafa eitthvað vit á málum fyrirtækjanna.
 
Þegar amatörar sitja í stjórnum eins og í stjórn Sorpu þá er kannski ekki von á góðu. Hugsa sér viðhorf fulltrúa borgarinnar þegar kemur að metani sem dæmi en það viðhorf skín í gegn í bókun sem stjórnarmaðurinn sendi frá sér á fundi borgarstjórnar þegar ég lagði til að metan yrði selt á kostnaðarverði.
Ofgnótt er af metani og offramboð og á eftir að vera meira þegar ný jarðgerðarstöð rís en stjórnarmaðurinn hneykslast hér á tillögunni og bókar:

Tillaga Flokks fólksins er vanhugsuð. Með henni er
borgarfulltrúi Flokks fólksins að leggja til að SORPA bs. gefi metan þar sem aðeins væri rukkað fyrir flutning.

Svo segir stjórnarmaðurinn: það er engan veginn kostnaðarlaust að framleiða metan og geyma og koma upp viðeigandi yfirbyggingu í kringum starfsemina. Þar fyrir utan gæti tillagan, ef hún næði fram að ganga, brotið í bága við samkeppnislög sem banna fyrirtækjum í markaðsráðandi stöðu að selja vörur undir kostnaðarverði og raska þannig samkeppni“.

Úff, segi ég, er það furða að maður spyr sig um þessi byggðasamlög og fólkið sem ratar þar í stjórn. Í framhaldinu lagði ég fram nokkrar fyrirspurnir en þá tók Skipulags- og samgönguráð það upp að breyta texta þeirra og fjarlægja bókun stjórnarmanns Sorpu sem fyrirspurnirnar eru byggðar á.
En þetta eru fyrirspurnirnar:

Vegna ofangreindar bókunar vill Flokkur fólksins leggja fram eftirfarandi fyrirspurnir. 1.Hver er kostnaður við að ,,framleiða metan og geyma“ og leiða það að brennslustað?

2. Hver er kostnaður við viðeigandi yfirbyggingu við að safna metani á urðunarstað, geyma og brenna síðan á báli?

3. Hve mörgum kg af metani er brennt árlega á báli? (nota má aðrar einingar svo sem lítra undir ákveðnum þrýstingi, eða rúmmetra undir ákveðnum þrýstingi)

4. Hefur stjórn Sorpu kannað hvort það brjóti í bága við samkeppnislög að selja metan fyrir þeim kostnaði sem fylgir því að koma því til neytenda?

Ekki vænti ég nú mikils af svari en maður verður að reyna, eða hvað?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband