Oft legiđ viđ stórslysi á hjólreiđa- og göngustígum

Á fundi skipulags- og samgönguráđs í morgun var lagt fram til stađfestingar erindisbréfi samgöngustjóra varđandi stýrihóp um Hjólreiđaáćtlun Reykjavíkur 2021-2025.


Fulltrúi Flokks fólksins lagđi fram svohljóđandi bókun:

Ţađ sem sá stýrihópur sem hér um rćđir verđur ađ gera er ađ huga ađ reglum á blönduđum stígum (hjólreiđa- og göngustígum). Oft hefur legiđ viđ stórslysum á blönduđum stígum. Ađ leggja stíga, blandađa stíga sérstaklega fylgir ábyrgđ ađ öryggi ţeirra sem eiga ađ nota hann verđi sem best tryggt. Setja ţarf hámarkshrađa hjóla á göngu- og hjólastígum og ađliggjandi gangstéttum til ađ tryggja öryggi hjólandi og gangandi. Flokkur fólksins bendir jafnframt á ađ tilefni kann ađ vera til ađ auka eftirlit međ umferđ á blönduđum stígum vegna t.d. mikillar umferđar á rafknúnum vespum, raf-hlaupahjólum og öđrum minni vélknúnum faratćkjum. Á sínum tíma var lögđ lína ţar sem gangandi fengu tvo metra og hjól einn metra. Sú lína er ekki lengur ţar sem umferđ á stígum hefur aukist mikiđ. Í hjólreiđaáćtlun er markmiđiđ ađ ađskilja gangandi og hjólandi umferđ frá meginstofnleiđum borgarinnar. Ţetta tekur mörg ár. Nú myndast iđulega vandrćđa- og hćttuástand á blönduđum stígum. Fólk er hvatt til ađ hjóla en ađstćđur fyrir hjólandi og gangandi eru bara víđa ekki góđar. Ţar sem hćgt er ađ hafa línu til ađ ađskilja gangandi og hjólandi ţá ćtti hún ađ vera til stađar. Skipulagsyfirvöld voru of fljót á sér ađ frćsa línuna í burtu og halda ađ skilti duga. Sums stađar hefur línan veriđ látin eyđast. Fulltrúa Flokks fólksins ţykir ţetta ábyrgđarleysi hjá meirihlutanum. Á međan hjólreiđastígar eru ekki ađskildir frá göngustígum ţarf ađ gćta varúđar og freista einskis til ađ tryggja öryggi vegfarenda stíganna eins og hćgt er.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband