Lýðræði, gegnsæi og að hlusta á borgarbúa

Miðbæjarmálin voru á dagskrá fundar skipulags- og umhverfisráðs og ekki í fyrsta sinn á þessu kjörtímabili. Ákveðið var að fresta tillögu meirihlutans um eina viku en hún var á þá leið að stækka ætti göngugötusvæðið enn meira. Þetta mál er í raun einstakt fyrir nokkrar sakir. Fulltrúa Flokks fólksins fannst þetta vera prófmál þessa meirihluta á kosningaloforð þeirra sem var m.a. að virða lýðræði, gegnsæi og hlusta á borgarbúa. Á þessu prófi er meirihlutinn nú þegar kolfallinn. Ráðist hefur verið í breytingar sem fljótlega komu í ljós að voru ekki í þágu fjölda fólks og þ.m.t. fólks sem hefur persónulegra og fjárhagslegra hagsmuna að gæta. Margt hefur verið reynt til að ná eyrum meirihlutans, undirskriftalistar, hróp, skrif, umræður og viðtöl. Allt hunsað og keyrt áfram af hörku. Þegar viðskipti minnkuðu flúðu tugir eigendur verslana svæðið. En það breytti engu fyrir þennan meirihluta, áfram skyldi haldið með það sem “var ákveðið og allir áttu að vita að hafi verið ákveðið, fyrir löngu” eins og þau segja í meirihlutanum þegar þau eru krafin um rök fyrir framgöngu sinni.  En framkoma eins og þessi við borgarbúa sýnir vanvirðingu. Flestir sjá að vel er hægt að bíða og endurmeta stöðuna. Það skaðar ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband