Borgin ćtti ađ reka sinn eiginn "Arnarskóla"

Af hverju getur borgin ekki rekiđ sinn eigin "Arnarskóla"?
Ég hef veriđ međ bókanir vegna ţess ađ borgin hefur sett stopp umsóknir í Arnarskóla vegna ţess ađ svokallađ ytra mat liggur ekki fyrir sem ekki er í höndum borgarinnar ađ framkvćma.
 
Ég segi ađ ţetta sé fyrirsláttur. Hér er inntak úr einni af mínum bókunum ţegar samţykkt var ađ greiđa fyrir fjóra síđustu nemendur í skólann ţar til ytra mat liggur fyrir:

Búiđ er ađ loka fyrir umsóknir í Arnarskóla af ţví ţađ vantar svokallađ ytra mat sem ekki er í höndum borgarinnar ađ framkvćma. Ţetta er ekkert annađ en fyrirsláttur ţví meirihlutinn vill ekki borgar fyrir fleiri börn í Arnarskóla.
 
Ţađ sem skipti máli er ađ öll börn séu í skólaúrrćđum ţar sem ţeim líđur vel, finna sig međal jafningja og fá náms- félags- tilfinningalegum ţörfum sínum mćtt.

Skólayfirvöld í borginni samţykktu ađ greiđa inngöngu fjögurra barna nú nýlega í Arnarskóla en segir ađ ekki verđi opnađ á umsóknir vegna fleiri nemenda fyrr en ytra mat skólans liggur fyrir. Arnarskóli býđur upp á heildstćđa skólaţjónustu sem er úrrćđi sem hentar sumum börnum betur en fyrirkomulag sem kallar á meiri ţvćling milli stađa. Í Arnarskóla er hugađ ađ einstaklingnum og ađ mćta ţörfum hans ađ öllu leyti.
 
Ţađ er tímabćrt ađ leysa sérskólamál öđruvísi en međ skammtímalausnum í Reykjavík. Langur biđlisti er í skólaúrrćđi eins og Klettaskóla og Brúarskóla. Báđir eru fullir og sá fyrri yfirsetinn. Bregđast ţarf viđ međ varanlegum lausnum og ef vel ćtti ađ vera ćtti borgin ađ reka sjálf skóla eins og Arnarskóla.
 
Flokkur fólksins hefur lagt til ađ fjölga ţátttökubekkjum Klettaskóla, rýmka inntökureglur og stćkka Brúarskóla. Í svörum og umsögnum viđ tillögu um stćkkun Brúarskóla var beinlínis sagt ađ ekki vćri ţörf fyrir úrrćđi eins og Brúarskóla vegna m.a. stofnun farteyma. Samt eru 19 börn á biđlista eftir skólavist í Brúarskóla. Á međan borgin leysir ekki vandann heildstćtt skiptir máli ađ loka ekki fyrir umsóknir í Arnarskóla.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband