Í Reykjavík eiga ekki að vera neinar dauðagildrur

Fundur borgarstjórnar er hafinn og er fyrsta mál á dagskrá Umferðaröryggisáætlun Reykjavíkur 2019-2023.
Víða í borginni er umferðaröryggi ábótavant og aðstæður hættulegar. Strætisvagnar stoppa á miðri götu til að hleypa farþegum í og úr sem getur skapað mikla slysahættu. Dæmi eru um að strætisvagnar stoppa á miðju hringtorgi. Hreyfihömluðum er ætla að legga bíl sínum í götur sem halla og ekki er gert ráð fyrir eldri borgurum í miðbænum enda aðgengi þar að verða aðeins fyrri hjólandi. Bílastæðahús eru af ýmsum orsökum vannýtt. Nýlega var grjóti sturtað á miðjan Eiðsgranda sem getur skapað stórhættu.

Flokkur Folksins telur að kannski gangi áætlunin of skammt, ekki er tekið á brýnum málum. Í borginni eiga ekki að vera neinar dauðagildrur. Fjölgun þeirra sem fer um hjólandi má fagna en meira þarf að gera til að hvetja þá sem fara um á bílum að fjárfesta í rafmagns eða metan bílum, gefið að öllu metani sé þ.e. ekki sóað. Í nýjum vistvænum bílum eru öflugir skynjara sem láta bílstjóra vita af gangandi og hjólandi vegfarendum sem dregur án efa úr slysahættu.

Ljósamálin eru enn í ólestri. Á 100 stöðum í borginni eru úrelt ljós. Snjallstýrð götuljós myndu bæta mikið. Að aðskilja andstæðar akreinar með vegriði er oft hægt að koma við. Sömuleiðis ætti að byggja göngubrýr alls staðar þar sem það er hægt. Flest slysin verða þegar götur eru þveraðar og þá lang oftast þegar hjólreiðamenn hjóla þvert yfir götu/gangbraut.

Segir í skýrslunni að taka þarf tillit til sérþarfa s.s þeirra sem glíma við líkamlega fötlun. Þetta er þessi meirihluti ekki að gera með því að vilja hindra að handhafar stæðiskorta geti ekið göngugötur eins og heimilar er í lögum. Þeim er þess í stað ætlað að leggja í hliðargötum þar sem þeirra víða er stór hætta búin vegna halla og þrengsla.

Meirihlutinn þarf að taka mark á þessari áætlun ætli hann að samþiggja hana.

Beita ætti hægrireglur þar sem kostur er í stað biðskildu enda sýna tölur að óhappatíðni er hærri á gatnamótum sem eru með biðskyldu.

Þetta er aðeins brot af því sem þyrfti að bæta í þessari borg þegar kemur að umferðaröryggismálum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband