Tillaga að nýrri vinnureglu á starfsstöðvum velferðarsviðs

Ég lagði fram þessa tillögu að nýrri vinnureglu á starfsstöðvum velferðarsviðs á fundi velferðarráðs í dag. Hún gengur út á að starfsmenn velferðarþjónustu/þjónustumiðstöðva yfirgefi ekki vinnustaðinn í lok dags fyrr en þeir eru búnir að svara með einum eða öðrum hætti innkomnum erindum (skeytum/skilaboðum ) sem borist hafa. Vissulega gætu komið dagar sem þetta er ekki hægt en í það minnsta muni starfsmenn leitast við af öllum mætti að gera þetta.

Hér er  ekki átt við að öll erindi fá fullnaðarafgreiðslur enda slíkt ekki raunhæft heldur að þeim sem sent hafa skeyti eða skilaboð verði svarað sem dæmi:  „erindið er móttekið/málið er í skoðun/ haft verður samband hið fyrsta“, eða eitthvað á þessa leið.
Fólk sem hringir á þjónustumiðstöðvar eru með ákveðin erindi, misáríðandi eins og gengur. Í flóknari málum skilja flestir að afgreiðsla getur tekið einhvern tíma. Hins vegar skiptir það máli að fá vitneskju um að erindi þeirra er móttekið og haft verði samband. Þær upplýsingar hjálpa.

Við sem erum í þjónustustörfum eigum ávallt að gera allt til að létta skjólstæðingum okkar lífið, milda álag og draga úr streitu og kvíða.  Móttökuskeyti getur skipt þjónustuþega þjónustumiðstöðva máli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband