Það er sko líka göngugata í Mjódd

Það er sko líka göngugata í Mjódd! Segi nú þetta til að minna skipulagsyfirvöld á ef það skyldi hafa farið fram hjá þeim í öllum þessum hamagangi þeirra að gera varanlegar göngugötur í miðbænum. Það var gert án viðunandi samráðs við kaupmenn sem starfað hafa við Laugaveginn í áratugi með þeim afleiðingum að verslun þar hefur skaðast.

Stundum finnst mér sem fátt hafi komist að hjá skipulagsyfirvölum á þessu kjörtímabili annað en göngugötur í miðbænumMjódd mynd 2 eins og þar komi til með að vera nafli alheimsins.

Það lítur út sem það hafi verið einhvers konar lífsspursmál fyrir þeim að loka götum í miðbænum varanlega og gera þær að göngugötum. Nú hefur verið miklu fé í að skreyta þær, mála glaðlegum litum, kaupa í þær stóla og borð og sjá til þess að um leið og sólin skín eru viðburðir á hverju horni. 

En það er alla vega ein göngugata í borginni sem fengið hefur mun minni athygli hjá skipulagsyfirvöldum ef þá nokkra og það er göngugatan í Mjódd.

Kannski skipulagsyfirvöld geti nú gefið sér tíma til að snúa sér að henni, mála hana með glaðlegum litum og blása í svæðið lífi?

Í Fréttablaðinu í dag er grein um Mjóddina. Meira líf í Mjódd, en Flokkur fólksins hefur lagt fram í borginni þrjár tillögur sem lúta að endurgerð og betrumbótum á göngugötunni í Mjódd og á umhverfi Mjóddar. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband