Ekki öll börn komast að borðinu

Samkvæmt tölum Hagstofunnar 2020 eru 28-35 þúsund manns undir lágtekjumörkum, og eru þar með fátæk, þar af allt að 10 þúsund börn undir 16 ára aldri. Stærsti hlutinn eru einstæðir foreldrar, öryrkjar og fólk af erlendum uppruna. Fátækir foreldrar hafa oft ekkert aukreitis og þurfa því stundum að neita börnum sínum um þátttöku í skólatengdum félagsviðburðum. 

Flokkur fólksins hefur lagt fram fjölda tillagna sem ýmist eru til þess fallnar að bæta aðstæður barna í skólatengdu umhverfi, bæta og flýta þjónustu ætlaða börnum eða stuðla að börn sitji við sama borð án tillits til m.a. efnahagsstöðu foreldra.  

Enda þótt börn í Reykjavík hafi það almennt gott og líður vel bæði á heimilum sínum, í skóla, frístund og tómstundum er það margt sem betur má fara í þjónustu við börn og foreldra þeirra. Í borgarstjórn 15. september flyt ég fyrir hönd Flokks fólksins.
Hún hljóðar svona:

Lagt er til að tryggt verði að börn í grunnskólum í Reykjavík njóti sambærilegra tækifæra til þátttöku í verkefnum og viðburðum á vegum þeirra, frístundaheimila eða félagsmiðstöðva, þegar greiða þarf sérstakt þátttökugjald. Tillagan lýtur að verkefnum og viðburðum sem grunnskólar, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar borgarinnar bjóða börnum að taka þátt í gegn greiðslu þátttökugjalds. 

Hér er verið að vísa til afþreyingu utanhúss, heimsóknir á ýmsa staði og styttri ferðalög.Eina leiðin til að tryggja að öllum börnum sé boðið að borðinu, njóti sem sagt jafnræðis án tillits til aðstæðna eða nokkurs annars er að grípa til sértækra aðgerða eins og að tekjutengja gjöld. Ef lækkanir og afslættir ganga sífellt jafnt yfir alla þá verður aldrei neinn jöfnuður. Foreldrar sem eru vel settir fjárhagslega vilja gjarnan borga vel fyrir veitta þjónustu.

Hinn 11. apríl lagði Flokkur fólksins til í borgarráði að gripið verði til sértækra aðgerða til að létta á undir með fátækum barnafjölskyldum.
Tillögunni var vísað til Velferðarráðs. Þar var henni vísað frá. 

Það var miður miður og hljómar illa þegar tillaga eins og þessari er fleygt út af borðinu eins og hún sé ekki þess verð að fá nánari skoðun. Borgarfulltrúi Flokks fólksins vill nota tækifærið aftur til að höfða til þeirra flokka í meirihlutasamstarfinu sem hafa gefið sig út fyrir að vera jafnaðarflokkar. Til að hægt sé að stuðla að jöfnun þarf að beita sértækum aðgerðum þar með tekjutengingaraðferðum til að rétta hlut þeirra verst settu. Það verður aldrei neinn jöfnuður að heitið geti ef hækkanir ganga upp allan skalann án tillits til efnahags og aðstæðna fólks.

Hópur efnaminna fólks og fátækra hefur orðið út undan í Reykjavík síðustu ár. Hátt leiguverð og gríðarlega erfiður húsnæðismarkaður hefur étið upp meira og minna allt sem fólk nær að þéna á mánuði. 




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband