Hundagjaldið burt

Nú stendur til að öll málefni dýra fari undir einn hatt. Það er löngu tímabært að taka til í þessum málum sem hafa verið í miklum ólestri. Hundaeigendur hafa greitt árum saman hundagjald sem ég kalla nú bara hundaskatt þrátt fyrir að verkefni hundaeftirlitsins hafi bæði breyst og þeim fækkað. Nú liggur á borðinu tillögur um ýmsar breytingar.
Ég á eftir að leggjast yfir þessar tillögur en sé strax að ekki á að fella niður hundaeftirlitsgjaldið heldur í mesta lagi lækka það. Það er ekki ásættanlegt. Ég mun leggja til að hundaeftirlitsgjaldið verði lagt niður en ekki aðeins lækkað. Það er búið að innheimta alveg nóg af hundaeigendum með þessu gjaldi. Ég hef ítrekað verið með tillögur og fyrirspurnir um þessi mál í borgarstjórn og eiginlega bara fengið bágt fyrir hjá heilbrigðisnefnd borgarinnar.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband