39 uppsagnir vegna vanskila á frístundavistun

Í dag var fundur hjá skóla- og frístundaráđi. Ég sat ekki fundinn enda er ţar bara varamađur. En ég fékk svar viđ fyrirspurn hvort börn hafi ţurft ađ hćtta á frístundaheimili á haustönn 2020 vegna vanskila. Á haustönn 2020 voru sendar út 39 uppsagnir vegna vanskila á frístundavistun. Foreldrar 10 barna athuguđu ekki međ frekari ađstođ og hefur börnum ţeirra veriđ vísađ úr frístundaheimilisdvölinni. Mér finnst ţetta ómögulegt og hef bara áhyggjur af ţessum börnum.

Ég veit reyndar ekki hvort skóla- og frístundasviđ hefur kannađ međ ţau t.d. hvernig ţađ kemur viđ ţau ađ vera meinađ ađ koma á frístundaheimiliđ vegna skuldar foreldra? Hefur t.d. veriđ kannađ međ hvort foreldrar hafa fundiđ önnur dvalarúrrćđi fyrir ţessi börn? Ég vil minna á í ţessu sambandi ađ ávallt ţegar börn eru annars vegar ber ađ hafa hagsmuni ţeirra ađ leiđarljósi í ákvörđunum sem varđa börn.

Auđvitađ á skóla- og frístundasviđ ađ hafa frumkvćđi í ađ hafa samband viđ ţessa foreldra og kanna međ hag barnanna og bjóđa foreldrum ađ finna leiđir hvort sem ţađ er í formi samninga eđa sérstakrar ađstođar til ţess ađ opna aftur fyrir möguleika ţessara barna ađ koma í frístundina ađ nýju.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband