Sálfrćđingar hafi ađsetur í skólum og heyri undir skólastjórnendur

Tillaga um ađ skólasálfrćđingar hafi ađsetur í skólum og heyri undir skólastjórnendur er lögđ fram á fundi borgarstjórnar í dag:

Flokkur fólksins leggur til ađ sálfrćđingar skólaţjónustu hafi ađsetur í ţeim skólum sem ţeir sinna. Einnig er lagt til ađ skólasálfrćđingar heyri undir skólastjórnendur sem ákvarđi í samráđi viđ nemendaverndarráđ verkefnalista sálfrćđings án miđlćgra afskipta. Fjarlćgđ skólasálfrćđinga frá skólunum dregur úr skilvirkni. Biđlisti til skólasálfrćđinga er í sögulegu hámarki. Nú í janúar 2021 bíđa 837 börn ýmist eftir fyrstu eđa frekari ţjónustu. Barn bíđur mánuđum saman eftir ađ hitta skólasálfrćđing og foreldrar hafa upp til hópa ekki hugmynd um hver sálfrćđingur skólans er.
Međ ţví ađ fćra ađsetur sálfrćđinga til skólanna vćru ţeir í daglegri tengingu viđ börnin og kennara og yrđu hluti af skólasamfélaginu. Skilvirkni yrđi meiri og ţjónusta viđ börnin betri. Ţverfaglegt samstarf sálfrćđinga á ţjónustumiđstöđ gćti haldiđ áfram engu ađ síđur, nú t.a.m. einnig í gegnum fjarfundabúnađ.
Lagt er jafnframt til ađ yfirbođarar skólasálfrćđinga verđi skólastjórnendur en ekki ţjónustumiđstöđvar. Enda ţótt nemendaverndarráđ hafi áhrif á verkefnalista sálfrćđingsins, er nćrtćkast ađ skólastjórnendur og nemendaverndarráđ stýri beiđnum til skólasálfrćđingsins. Fram hefur komiđ hjá einstaka skólastjórnendum ađ ţeir upplifi ađ ţeir fái litlu ráđiđ um forgang mála til sálfrćđings, jafnvel í brýnum málum.
 
Greinargerđ
Fulltrúi Flokks fólksins lagđi fram í upphafi kjörtímabils tillögu um ađ ađsetur skólasálfrćđinga fćrđist út í skólana og hefur margrćtt ţetta allar götur síđan. Umrćđan hefur engu skilađ. Skólasálfrćđingar koma ekki oftar út í skólanna til ađ vera hluti af skólasamfélaginu. Nćr öll snerting skóla viđ skólasálfrćđinga er í gegnum Ţjónustumiđstöđina.
Skólasálfrćđingarnir ţurfa ađ komast í mun betri tengsl viđ börnin bćđi í tíma og rúmi og einnig ţurfa samskipti ţeirra og tengsl viđ skólastjórnendur og skólasamfélagiđ ađ verđa nánara. Allt of langt er á milli skólastjórnenda og kennara og skólasálfrćđinga. Alls konar flćkjustig er í gangi. Ef skólastjóri er sem dćmi ósáttur, kvartar hann viđ sinn yfirmann sem rćđir viđ yfirmann skólasálfrćđings o.s.frv. Ţetta skapar óţarfa hindrun og lengir samskiptaleiđir sem bitnar fyrst og síđast niđur á börnunum. Međ ţví ađ fá skólasálfrćđingana inn á gólf er flestum svona hindrunum rutt í burt. Sáfrćđiţjónusta skóla getur aldrei veriđ almennilega međ puttann á púlsinum á međan fyrirkomulagiđ er međ ţessum hćtti.
Börnin og foreldrar ţekkja ekki skólasálfrćđinginn. Dćmi eru um ađ foreldrar og börn hafi aldrei séđ skólasálfrćđinginn. Dćmi er einnig um ađ foreldrar vissu ekki ađ sálfrćđingar vćru í leik- og grunnskólum borgarinnar. Til ađ sinna verkefnum koma ţeir í flugumynd og ná ţar af leiđandi ekki ađ vera sýnilegir börnum og foreldrum. Halda mćtti allt eins ađ ţađ vćri markmiđ skóla- og frístundasviđs og ţjónustumiđstöđva ađ fela skólasálfrćđinga, kannski til ađ hlífa ţeim viđ frekara áreiti sem er sannarlega mikiđ í ljósi ţess ađ 800 börn eru á biđlista. Ef upp koma brýn mál ţar sem óskađ er eftir ţví ađ skólasálfrćđingur sitji fundi međ foreldrum međ skömmum fyrirvara er ţađ oft einfaldlega ekki hćgt.
Í ţessari tillögu leggur fulltrúi Flokks fólksins jafnframt til ađ skólinn sjálfur (skólastjórnendur og nemendaverndarráđ) haldi utan um verkefnalistann og stýri alfariđ röđun tilvísana. Framkvćmdin nú er ţannig ađ umsjónarkennari/foreldra vísa máli barns til nemendaverndaráđa telji ţeir ađ barn ţurfi sérstaka ađstođ vegna fötlunar, sjúkdóms eđa námslegra, félagslegra eđa tilfinningalegra erfiđleika. Ţađ er ţví nćrtćkast ađ nemendaverndarráđ stýri sjálft beiđnum til sálfrćđinga eđa annarra fagfólks sem sinnir viđkomandi skóla en ekki utanađkomandi ađili.
 
Lang eđlilegasta fyrirkomulagiđ er ađ skólarnir forgangsrađi sjálfir málum sínum til fagađila skólanna frekar en ţađ sé gert á ţjónustumiđstöđvum eđa miđlćgt. Enginn ţekkir betur barniđ, líđan ţess og atferli en foreldrar og kennarar, sem og starfsfólk skólans. Skóli á ekki ađ ţurfa ađ eiga ţađ viđ einhverja utan skólans ef barn ţarf ađ komast strax til skólasálfrćđings. Miđlćgt vald getur aldrei áttađ sig eins vel á ţróun mála barns en skólinn sjálfur sem er í beinu og milliliđalausu sambandi viđ foreldra.
Fjölga ţarf sálfrćđingum í skólum
Til ađ taka á biđlistavandanum fyrir alvöru ţarf stöđugildum sálfrćđinga skóla ađ fjölga. Öđruvísi verđur ekki tekiđ á mörg hundruđ barna biđlista. Tilvísunum hefur fjölgađ međ tilkomu COVID-19. Tillaga Flokks fólksins um ađ fjölga stöđugildum skólasálfrćđinga um ţrjú og einnig talmeinafrćđinga um tvö, var AFTUR felld í desember s.l. Fyrir skóla međ meira en 400 nemendur er ţörf fyrir allt ađ 100% sálfrćđingi. Hlutverk skólasálfrćđinga er fjölţćtt ţótt ţeir stundi ekki hefđbundna međferđ. Ţeir annast skimanir og greiningar sem kennari, skólasálfrćđingur og foreldrar telja nauđsynlegt ađ framkvćma til ađ geta tekiđ upplýsta ákvörđun um hvađa og hvernig náms- og félagslegt úrrćđi barniđ ţarf í hverju tilviki. Önnur verkefni, ekki síđur mikilvćg sem ţeim ber ađ sinna, er stuđningur og ráđgjöf til barna, kennara og foreldra auk frćđslu eftir ósk skólans. Í núverandi fyrirkomulagi virđist sem skólasálfrćđingar sinni ađeins greiningarţćttinum. Börnum er vísađ annađ í viđtöl og ţá tekur aftur viđ biđ. Hluti af starfi skólasálfrćđings á ađ vera ađ sinna viđtölum bćđi fyrir og eftir greiningar í ţeim tilfellum sem greininga er ţörf. Ţađ eru engin međferđarúrrćđi eins og t.d. viđtöl af hálfu ţjónustumiđstöđvar, eingöngu skilafundur eftir greiningar.
Fulltrúi Flokks fólksins lagđi fram tillögu áriđ 2019 um ađ skólasálfrćđingar í skólum fćrist undir skóla- og frístundarsviđ til ađ komast í betri tengingu viđ skólasamfélagiđ, börnin og kennarana. Eđlilegast vćri ţví ađ skólasálfrćđingar skólanna heyrđu undir undir skóla- og frístundaráđ en ekki velferđarráđ/sviđ sem hún er í dag. Međ ţví ađ skólasálfrćđingar heyri undir skóla- og frístundaráđ/sviđ yrđi hlutverk skólaţjónustu gagnvart skólum og starfsfólki ţeirra eflt enda stuđningur viđ börn og ungmenni í skólastarfi og allt utan um hald ţá undir sama ţaki ef svo má segja.
Tillagan var felld.
 
Meirihlutinn í borgarstjórn, velferđarráđi og skóla- og frístundaráđi hunsar ákall skólastjórnenda sem kom skýrt fram í skýrslu innri endurskođunar sem kom út í júlí 2019. Ţar segir ađ skólastjórnendur upp til hópa vilja ađ sálfrćđingar komi meira inn í skólanna til ađ styrkja formlegar stođir og innviđi skólakerfisins til ađ hćgt sé ađ sinna börnum og kennurum betur og ekki síst til ađ eiga betri möguleika á ađ stytta biđlista. Nćrvera ţeirra myndi létta álagi á kennara. Í raun má segja ađ ţađ sé engin haldbćr rök fyrir ţví ađ skólaţjónusta tilheyri ekki ţví sviđi sem rekur skólanna.
 
Nokkrir hagnýtir ţćttir
Í einhverjum skólum ţar sem húsnćđi er sprungiđ gćti reynst erfitt ađ finna skólasálfrćđingnum ađstöđu. En ţađ er vandamál sem vel er hćgt ađ leysa ef allir leggjast á eitt. Skólasálfrćđingur ţarf stól og borđ og dćmi eru um ađ sálfrćđingur noti ađstöđu hjúkrunarfrćđings ţegar hann er ekki í skólanum.
 
Samstarf viđ heilsugćslu: Sálfrćđingar eru vissulega á heilsugćslustöđvum en ţar er margra mánađa biđ. Í flestum skólum eru ţví miđur mjög takmörkuđ samskipti viđ heilsugćsluna ţrátt fyrir ađ hjúkrunarfrćđingur af heilsugćslustöđ sé um leiđ skólahjúkrunarfrćđingur.
 
Í fjölmörgum tilfellum hafa börn sem nauđsynlega hafa ţurft sálfrćđiţjónustu, eđa greiningu sem ađeins sálfrćđingar mega framkvćma, ekki fengiđ slíka ţjónustu á grunnskólaárum sínum. Foreldrar sem gefist hafa upp á ađ fá ađstođ fyrir barn sitt hjá skólasálfrćđingi hafa stundum ţurft ađ kaupa sálfrćđiţjónustu, ţar međ talda greiningu frá sálfrćđingi úti í bć. Eins og skilja má eiga ekki allir foreldrar ţess kost ađ fjármagna slíkt, og ţví sitja börnin ekki viđ sama borđ hvađ kemur ađ tćkifćrum til ađ fá ţá ţjónustu sem ţau ţarfnast.
 
Vandinn er ţess utan mismikill eftir hverfum sem ţýđir ađ ţađ fer eftir ţví í hvađa hverfi ţú býrđ hvort barniđ ţitt komist til skólasálfrćđings eftir mánuđ eđa eftir eitt ár. Međ ţessu er veriđ ađ mismuna börnum eftir ţví hvar ţau búa. Er komiđ ađ ţví ađ foreldrar ţurfi ađ huga ađ hvort ţessi ţjónusta sé til stađar fyrir barniđ ţeirra ţegar ákveđa skal hvar í borginni fjölskyldan vill búa ? Ađgengi ađ sálfrćđiţjónusta barna á hvorki ađ vera háđ efnahag eđa búsetu.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband